Ég var kennari við Fjölbrautaskólann við Ármúla frá 1981 og þegar við fengum tölvur af gerðinni Apple þá lærði ég Basic forritunarmálið með því að skrifa inn og prófa tölvuleik sem ég fann í tímaritinu Creative Computing. Þetta var að mig minnir árið 1982. Þetta var tölvuleikurinn Oregon Trail og ég sé að hann hefur birst í tímaritinu 1978. Leikurinn var kennsluleikur sem miðar við að þú sért á leið með vagnalest frá ausurströnd USA til Orgegon og þurfir að byrja á að kkaupa aðföng og vistir og svo gerist ýmislegt á leiðinni, þú þarf að veiða þér í matinn, fara yfir mikil fljót, vagnhjól brotna, indjánar ráðast á vagnalestina, vistir getur þrotið o.s.frv. Þetta var skemmtilegur leikur og er víst ennþá spilaður en auðvitað í mikið fullkomnari útgáfu. Hérna fann ég spilun á eldgamalli útgáfu en mig minnir að í þessari útgáfu sem ég var með hafi ekki verið neinar myndir, það hafi eingöngu verið textaleikur.
Þegar ég seinna eignaðist mína fyrstu heimilistölvu Sinclair Spectrum þá tengdi ég hana við sjónvarpið og skrifaði inn og breytti mörgum leikjum. Þannig lærði ég Basic forritun, gegnum að skrifa upp og breyta leikjum. Ég sé að fyrsti íslenski útgefni tölvuleikurinn Sjóorrusta sem feðgarnir Erlingur Örn Jónsson og Jón Erlings Jónsson hönnuðu og forrituðu árið1986 er er núna orðinn safngripur.
Tölvuleikir í tuttugu ár er grein sem ég skrifaði 2013 þar sem ég rifja upp stöðuna tveimur áratugum áður og grein sem ég skrifaði þá um tölvuleiki. Það er athyglisvert að leikurinn Doom og síðari útgáfur hans hafa orðið uppspretta í ýmsa aðra leiki sem nýta sér leikjavél hans. Þannig er leikurinn The Dark Mod alveg umsnúningur á Doom, það er ekki skot- og árásaleikur heldur leikur þar sem söguhetjan læðupúkast um sviðið og felur sig og forðast bardaga.
Hér eru tvö góð vídeó þar sem fræðimaðurinn James Paul Gee annars vegar og leikjahönnuðurinn Jane McGonigal hins vegar ræða um tölvuleiki nútímans (netspunaleiki) og áhrif þeirra. Þau taka bæði dæmi um leikjaveröld World of Warcraft sem er núna einn vinsælasti tölvuleikurinn. Gee setti upphaflega fram lista yfir 16 atriði sem einkenna eiga góðan námsleik, sjá hérna Good Video Games and Good Learning. Hann endurbætti seinna listann og tók inn fleiri atriði.
Á myndbandinu hér fyrir ofan er Jane McGonigal: Gaming can make a better world að flytja erindi á TED. Hún er leikjahönnuður og ber saman raunheiminn og leikjaheiminn í spilum eins og World of Warcraft. Hún telur að við þurfum að gera raunheiminn líkari umhverfi leikjaheima en þeir einkennast af því að spilari er alltaf að fást við hluti sem reyna á hann og er tilbúinn til að leggja mikið á sig (blissful productivity), leikurinn eflir liðsanda, okkur fellur betur við fólk sem við höfum spilað við og treystum því betur, treystum að það virði leikreglur, verji tíma með okkur, stefni að sama marki og hafi staðfestu til að vera með allt að leikslokum (social fabric) og bjartsýni og von um að sigur sem veldur því að spilari bregst strax við aðstæðum (urgent optimism) og þrá eftir dýpri merkingu (epic meaning).
Í báðum vídeóunum er World of Warcraft tekið sem dæmi, í fyrra myndbandinu tekur James Paul Gee leikinn sem dæmi um liðsheildir þar sem allir verða að hafa mismunandi færni en skilja og geta unnið með öðrum sem hafa aðra færni og skilja stóru myndina. Hann ber þetta saman við vinnubrögð í fyrirtækjum í dag.
Hér eru nokkrar slóðir um tölvuleiki
- 8 Awe Inspiring Video Game Infographics (myndrenningar yfir tölvuleiki)
- Barn og dataspel 2014 (norskur myndrenningur yfir börn og tölvuleiki)
- ESA tölvuleikir 2014 (tölfræði um tölvuleiki 2014)
- Video game genres – Wikipedia (flokkunr á tölvuleikjum skv. Wikipedia)
- Flokkun á tölvuleikjum (glærur)
- Flokkun á tölvuleikjum skv. Mark Wolf
- Category:Video games – Wikipedia (gríðarlega margar tölvuleikjagreinar eru á Wikipedíu)
- Gátt:Tölvuleikir – Wikipedia, frjálsa alfræðiritið
- Game-Based Learning: Resource Roundup | Edutopia
(vísun í mikið efni á Edutopia) - Tölvuleikir í námi og kennslu (íslenskur facebook hópur um tölvuleiki)
- Overview of research on the educational use of video games Simon Egenfeld-Nielsen, 2006 (yfirlit yfir rannsóknir á tölvuleikjum í námi
- James P. Gees What Video Games Have to Teach us About Learning and Literacy:A Review Jessie Metzger
- Video Games and the Future of Learning (WCER Working Paper 2005)
- Learning and Games James Paul Gee (kafli í bók um leiki frá 2008)
- Describing Games for Learning: Tersms, Scope and Learning Approaches (Stephen Tang, Martin Hanneghan, Abdennour El Rhalibi, 2007)
- Facebook and FarmVille: A Digital Ritual Analysis of Social Gaming
Games and Culture May 2014 9: 151-166, doi:10.1177/1555412014535663
Áhyggjur af neikvæðum áhrifum tölvuleikja og netöryggi
- 10 Netheilræði frá Saft
- Tölvuleikir og börn — samtaka.net
Foreldrar ræða um tölvuleiki sem börn spila - Vefur um tölvufíkn tolvufikn.is,
hér er reynslusaga Þorsteins sem gerði vefinn - árið 2013 var haldið málþing Málþing 14. mars 2013: “Uppeldi í tölvuvæddum heimi” — samtaka.net greinilegt á fyrirlestrum að áhyggjur eru á aðgangi að klámi og ofbeldisefni, af friðhelgi barna og upplýsingum um einkahagi, af netfíkn.
Nýlegar námsritgerðir um tölvuleiki
Ritgerðir um íslenska tölvuleikinn Eve Online
- Eve Online: Leikir, sköpun og samfélög http://hdl.handle.net/1946/2963
- Höfundur Óli Gneisti Sóleyjarson 1979
- Andlitslausir uppreisnarseggir. Mótmæli í EVE-netheimum sumarið 2011 :http://hdl.handle.net/1946/16143 Niels Pálmi Skovsgård Jónsson
- Sigla Himinfley. Þróun og tilurð Eve Online http://hdl.handle.net/1946/5437 Theódór Árni Hansson
- Vöruhönnun í tölvuleikjum : skoðun á ferli og útkomu hönnuða í tölvuleikaiðnaðinum http://hdl.handle.net/1946/15554 Guðný Pálsdóttir
Fleiri námsritgerðir
- Er til veruleiki sem er betri en raunveruleiki? http://hdl.handle.net/1946/2732
Höfundur Ragnheiður I. Margeirsdóttir - Samfélög í sýndarheimum og raunheimum. Er mögulegt að yfirfæra sagnfræðilegar kenningar um raunheima á þróun samfélaga í sýndarheimum?
- Fortíðin er leikur einn: Tölvuleikir og herminám í sögukennslu á framhaldsskólastigi http://hdl.handle.net/1946/19589 (læst til 25.10.2014) Andri Þorvarðarson
- Nýir miðlar – tölvuleikir. Saklaus skemmtun eða dauðans alvara? http://hdl.handle.net/1946/14963
Anna Guðfinna Stefánsdóttir - Ofbeldisfullir tölvuleikir og myndsköpun drengja : samanburður á teikningum drengja sem spila ofbeldisfulla tölvuleiki við teikningar drengja sem spila öðruvísi eða enga leiki http://hdl.handle.net/1946/3770
- Það er leikur að læra : mat á íslenskum fræðslutölvuleikjum frá sjónarhorni listkennslu http://hdl.handle.net/1946/9079 Haraldur Sigmundsson
- Á mörkum leiks og listar http://hdl.handle.net/1946/5596 Ragnar Már Nikulásson
- Eiginleikar tölvuleikja: Athugun á styrkingarskilmálum http://hdl.handle.net/1946/13909 Sigurþór Pétursson
- Hefjum leikinn. Heimspekileg skilgreining á tölvuleikjum http://hdl.handle.net/1946/8401 Ágúst Ingi Óskarsson
- Margvíðni frásagnar: Greining á frásagnaraðferðum stafrænna leikja http://hdl.handle.net/1946/10674 Nökkvi Jarl Bjarnason
- Notkun tölvuleikja í kennslu : reynsla og viðhorf kennara til notkunar gagnvirks hermileiks (Raunveruleiksins) í fjármála- og neytendafræðslu http://hdl.handle.net/1946/10905 Hildur Óskarsdóttir
- Strákar og tölvuleikir: Rannsókn á líðan, sjálfstjórn og notkun http://hdl.handle.net/1946/13504 Eva Rós Ólafsdóttir
- Markaðssetning tölvuleikja til stúlkna http://hdl.handle.net/1946/14122 Ásta Soffía Ástþórsdóttir
- Tölvuleikjaspilun og tíðni tölvuleikjavanda meðal háskólanema http://hdl.handle.net/1946/12253 Jóannes Svan Ólafsson
- Markaðssetning til barna http://hdl.handle.net/1946/9901 Jóhanna Ýr Elíasdóttir og Margrét Pála Valdimarsdóttir
- Próffræðilegir eiginleikar matskvarða á tölvuleikjavanda http://hdl.handle.net/1946/8708 Eggert Jóhann Árnason
- Á jörðinni við stöndum: Námsefnisgerð CarbFix sem leið til að hvetja nemendur til aðgerða og lausna í umhverfismálum
http://hdl.handle.net/1946/16521 Heiða Lind Sigurðardóttir - Samfélög í sýndarheimum og raunheimum. Er mögulegt að yfirfæra sagnfræðilegar kenningar um raunheima á þróun samfélaga í sýndarheimum?http://hdl.handle.net/1946/18116 Ólafur Konráð Albertsson 1989