Sway (hluti af office.hi.is)

Sway er  eitt af þeim öppum sem eru hluti af Office365.hi.is. Það er ágætt til að útbúa fallegt kynningarefni sem skoða má í bæði snjalltækjum og tölvum.
Hér  fyrir neðan er skjámynd af því hvernig umhverfið í Sway lítur út þegar þú býrð til kynningarefni í því. Þú býrð til spjöld og á hverju spjaldi getur verið ýmis konar efni s.s. fyrirsögn, texti og mynd. Þú getur líka sett hljóðupptöku á spjald, það er  hægt að taka inn tilbúna hljóðskrá en líka hægt að taka upp inn í Sway. Einnig er hægt að fella inn hljóðskrá sem er geymd á efnisveitu fyrir hljóð t.d. Soundcloud. Þú getur sett myndband á spjald, eigin myndband eða myndband frá efnisveitum eins og Youtube. Þegar þú hefur lokið við Sway kynninguna þína og spilað hana til að sjá hvernig hún kemur út þá getur þú deilt henni með að smella á Deila og þá færð þú slóð sem senda má þeim sem eiga að skoða.

Sway er frekar nýtt tól, það var fyrst kynnt  í október 2014. Það er ritunar- og tjáningartæki á borð við ritvinnslukerfið Word og glæruforritið Powerpoint en tekur mið að því að nú er tölvuumhverfið annað en þegar þau kerfi komu til sögunnar. “Sway” sveiflan er miðuð við vefumhverfið, miðuð við að gögnin séu í tölvuskýi, þeim sé safnað og miðlað á ýmsu formi og þau séu síkvik og uppfærist og auðvelt sé að miðla þeim í vöfrum og það líti vel út í snjalltækjum eins og símum og spjaldtölvum en líka vel

Sway er ágætt verkfæri fyrir kennara og  nemendur í skólum til að vinna að verkefnum og setja fram þekkingu og eigin gögn  á fallegan og skýran hátt á máta sem hæfir nútíma miðlun. Sway er vefrænn strigi sem er meira en texti, myndir og skjöl.

Sway er til sem app fyrir ios stýrikerfið og Windows síma  en er ekki eins og er til fyrir Android.  Hér getur þú hlaðið niður Sway fyrir iPhone og iPad

Svona lítur umhverfið út á iPad og iPhone, þar er hægt að búa til Sway en á Android tölvum er eins og er aðeins hægt að skoða tilbúin Sway.

 

Jóhanna Geirsdóttir kennari í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti hefur tekið saman ágætarleiðbeiningar um Sway. Hér er slóð á leiðbeiningar Jóhönnu:

http://www.johanna.is/sway-ndash-office-365.html

Spilunarlisti Microsoft leiðbeiningar fyrir Sway eru  í tíu stuttum myndböndum á Youtube:
https://www.youtube.com/playlist?list=PLXPr7gfUMmKyE22-YpbgcDfr2SXEO7-qX  

Skámyndir eru frá Microsoft bloggi og af Sway fyrir Office365.

Comments are closed.