Kynning á Omeka

Margir þekkja og nota bloggkerfið WordPress bæði sem bloggkerfi og vefkerfi. WordPress er opinn og ókeypis hugbúnaður. Annað kerfi sem heitir Omeka er líka opinn og ókeypis hugbúnaður sem er sérstaklega sniðinn að þeim sem vilja sýna  og birta einhvers konar söfn á netinu. Stundum er sagt að “Omeka is WordPress for Museums” og þá er vísað til þess að Omeka er jafnþjált og einfalt og auðvelt að aðlaga og gefa út efni á vef  fallega uppsett eins og WordPress. Einstaklingar og ýmsar stofnanir aðrar en hefðbundin söfn sem nota Omeka.

Ég hef ekki fundið nein dæmi um íslensk gagnasöfn í Omeka. Ég prófaði að búa til gagnasafn laugarnes.omeka.net  til að sjá hvernig ókeypis aðgangurinn á omeka.net virkar. Það var auðvelt og ókeypis fyrir lítil gagnasöfn. það er ágætt sem fyrstu kynni af þessu kerfi að prófa að setja slíkt upp.

Hér er dæmi um skólagagnasafn sem er unnið og gefið út í Omeka. Það er unnið af Háskólanum í Leichester.

Victorian Schooldays

Hér er ein mynd af þessum vef, ég fékk upgefið “citation” þ.a. hvernig ég ætti að vísa í hana. Á vefnum eru hljóðskrár, ljósmyndir og skannaðar teikningar og skjöl svo eitthvað sé nefnt og allt lýsigagnaskráð eins og Omeka gerir ráð fyrir.

strákur á viktoriutímanum að lesa í bók

Harold Hewitt, , “The Child’s Companion and Juvenile Instructor, 1892,” Leicester Special Collections, accessed March 13, 2017, http://leicester.omeka.net/items/show/398.

Annað dæmi um sýningu í Omeka er þessi sýning á skyrtum sem samkynheigðir klæddust wearinggayhistory.com

Það má líka sjá hérna miklu lengri lista yfir vefsetur sem nota Omeka
Sites using Omeka
Hér er lýsing á hvernig Omeka er notað:

is used to to organize, describe, and display digital images, audio files, videos, and texts. The websites are visually appealing (many themes feature responsive design), and you can create exhibits to tell the narrative of groups of items.” – Zach Coble, 2013

Hægt er að tengja alls konar sniðmát (templates) við Omeka og það byggir á  LAMP kerfum (Linux, Apache, MySQL, PHP). Omeka hentar þar sem mikilvægt er að lýsigögn fylgi þeim hlut sem er skráður og að hægt sé að vitna í gögn.

Omeka myndi henta til að gefa út á vef upplýsingar um efni eins og nú er skráð í sarpur.is  svona efni þar sem er bæði mikilvæg ljósmynd af hluti en líka ýmis konar lýsigögn (metadata) um hlut.

Omeka er eitt af mörgum tólum opins hugbúnaðar sem nota má til að setja á vef stafræn söfn. Hér er listi yfir nokkur þeirra:

Sjá lýsingu á þessum verkfærum hérna

Eins og WordPress er er að hlaða Omeka niður og setja upp á eigin vefþjóni en stofnanir geta líka notað útgáfu sem þegar er sett upp á omega.net og þar er hægt að fá ókeypis reikning til að prófa og ef gagnamagn er lítið. Það er hægt að hlaða alls konar íbótum (e. plugin) við Omeka, dæmi um það er scripto.org sem líka getur verið íbót við WordPress.
Hér er stutt vídeó sem lýsir því  í hvernig unnið er í Omeka: FncO08PeK9o

Hér er annað myndband sem fjallar um Omeka. Það er frá vinnustofu Katie Knowles og vefhönnuðarins Ben Ostermeier í febrúar 2017.

Tenglar

Comments are closed.