Háskólanám og upplýsingatækni

DNA Origami by Alex Bateman

Hér er fjallað um þrjár nýjar skýrslur sem allar beina sjónum að háskólanámi og upplýsingatækni og hvað þar er að breytast eða  er líklegt til að umbylta námi  og hafa áhrif á háskólanám. Í skýrslunum eru settir fram listar yfir þætti sem varða hvernig háskólar þurfa að  fella nýja tækni inn í náms- og kennsluumhverfi og taka upp vinnulag sem hentar þessum nýja veruleika.

Ein skýrslan er ákall til háskóla að taka upp ný vinnubrögð  sem byggja nýrri tækni, ein skýrslan fjallar um tíu tæknilega og uppeldisfræðilega þætti gætu umbreytt námi og kennslu, einkum á efri skólastigum og þriðja skýrslan er  framtíðarspá um hvaða tækniþættir eru núna mikilvægir eða verða á næstu árum í brennidepli í háskólakennslu.

Rebooting Learning for the Digital Age
mynd af forsíðu skýrsluNú í febrúar 2017 kom út bresk skýrsla  Rebooting Learning for the Digital Age en útgefandi er   Higher Education Policy Institute (HEPI). Í skýrslunni er fjallað um notkun upplýsingatækni í háskólanámi og í  henni er ákall til framvarða í háskólum að innleiða nýja tækni í háskóla og  nota tækni til að bæta nám og  greina námsframvindu  (e. learning analytics).  Í þessari skýrslu er áhersla á hönnun náms (e. learning design) og greiningu á námsútkomu (e. learning analytics). 

Skýrsluhöfundar mæla með eftirfarandi

 • Háskólastofnanir ættu að fella upplýsingatækni strax inn í hönnunarferli námskeiða  til að bæta námskeið og lækka kostnað.
 • Byggja ætti upp  þekkingargrunn  um hvað virkar í tæknistuddu námi
 • Háskólastofnanir ættu  að  nota greiningartæki  til að skoða námsframvindu (e. learning analytics)
 • Rannsakendur í menntarannsóknum  ættu að skoða hvernig stór gagnasöfn um námsframvindu geti varpað nýrri sýn á nám og kennslu
 • Stafræn tækni ætti að vera lykiltæki fyrir æðri menntastofnanir og TEF. Vottunarkerfið TEF eða Teaching Exellence Framework er gæðamatskerfi fyrir kennslu í háskólum en slíkt kerfi er við lýði í Bretlandi og er nýtekið upp þar. Skýrsluhöfundar leggja til að þeir sem sækjast eftir TEF vottun skuli leggja fram gögn um á hvern hátt þeir nýti upplýsingatækni til að bæta kennslu sína og mikilvægt sé að TEF kerfið sé ekki hindrun fyrir stofnanir varðandi nýsköpun og nám og tæknimiðla.
 • Æðri menntastofnanir ættu að tryggja að áhersla á upplýsingatækni sé á stjórnsýslustigi og höfð í huga við mannaráðningar, starfsþróun og framgang og viðurkenningu.
 • Akademisk forusta í  námi og kennslu í háskólum ætti að leggja áherslu á að nota upplýsingatækni og stafrænt umhverfi í tengslum við aðra þætti í námi og kennslu.

Innovating Pedagogy 2016

skýrsluforsíðaÞað er fróðlegt að skoða þessa skýrslu með hliðsjón af annari nýrri skýrslu  Innovating Pedagogy 2016 frá Open University en höfundar þeirrar skýrslu greina tíu nýbreytniþætti sem þeir telja að muni geta valdið umbreytingum á námi og kennslu og þá sérstaklega á efri skólastigum.

Þessir tíu þættir eru eftirfarandi

 • Learning through social media læra gegnum félagsnet/samskiptamiðla
 • Productive failure  glíma sjálfur við nám, hrasa og læra af reynslu
 • Teachback – nemendur læra með að útskýra fyrir öðrum
 • Design thinking – nota hönnunaraðferðir til að leysa námsvandamál
 • Learning from the crowd – Samvirkt nám, læra af öðrum
 • Learning through video games – læra gegnum tölvuleik, læra í námumhverfi sem er gagnvirkt, skemmtilegt og hvetjandi
 • Formative analytics – Þróa greiningar sem hjálpa nemendum að ígrunda og bæta sig
 • Learning for the future – Undirbúa nemendur undir nám og vinnu í heimi sem við vitum ekki núna hvernig verður
 • Translanguaging –Nota mörg tungumál í námi
 • Blockchain for learning – Nota blockchain tækni til að geyma, votta og sýsla með námsniðurstöður

NMC Horizon Report: 2017 Higher Education Edition

skýrsluforsíðaBandarískt langtímarannsókn MC Horizon Project miðar að því að koma auga á og lýsa hvaða ný tækni er líkleg til að hafa áhrif á nám, kennslu og þekkingarleit hvað varðar menntun. Það er nýútkomin skýrsla þar sem greindir eru sex lykilþættir, sex áskoranir og sex þróunarþættir sem líklegt er talið að muni umbreyta námi á háskólastigi.

Sex lykilþættir (e. key trends)

 1. Blended Learning Designs Blandað nám – staðnám og netnám
 2. Collaborative Learning Samvirkt nám með aðstoð félagsneta
 3. Growing Focus on Measuring Learning Áhersla á að mæla nám
 4. Redesigning Learning Spaces  Endurhönnun á námsrýmum
 5. Advancing Cultures of Innovation Styðja við nýsköpunarmenningu
 6. Deeper Learning Approaches Nám sem stuðlar að dýpri skilningi

Sex áskoranir (e. challenges)

 1. Improving Digital Literacy Bæta stafrænt læsi
 2. Integrating Formal and Informal Learning Flétta saman formlegt og óformlegt nám
 3. Achievement Gap Munur á frammistöðu
 4. Advancing Digital Equity  Stafrænt aðgengi allra
 5. Managing Knowledge Obsolescence Kasta á glæ því sem er úrelt og taka nýtt í notkun
 6. Rethinking the Roles of Educators Endurhugsa hlutverk kennara

Sex tækniþróunarþættir

 1. Adaptive Learning Technologies Nám sem lagar sig að nemanda
 2. Mobile Learning Farnám, nám með snjalltækjum
 3. The Internet of Things  Internet hinna samtengdu hluta (IoT)
 4. Next-Generation LMS Næsta kynslóð námskerfa/kennslukerfa
 5. Artificial Intelligence Gervigreind
 6. Natural User Interfaces Náttúrulegri inntakstæki (ekki bara lyklaborð)

Horizon skýrslur eru árlegar og mismunandi þættir í forgrunni hverju sinni en markmiðið er að meta þróunin og horfa fram á við á hvaða tækni mun hafa áhrif innan einhverra ára. En nokkur atriði eru sameiginleg fyrir þá þróun sem núna á sér stað og hvernig skólinn verður að bregðast við og þar má nefna að  nemandi vill meira aðgang að námi og geta lært hvar og hvenær sem er ( e. Expanding Access and Convenience), það þarf að styrkja nýsköpun og frumkvæði  (e. spurring innovation), efla verkefnamiðað nám og námsglímu við raunverulegar þrautir (e. Fostering Authentic Learning), geta fylgst með og mælt árangur náms (e. Tracking and Evaluating Evidence), bæta starfsþróun kennara (e. Improving the Teaching Profession) og auka stafræna færni á öllum sviðum (e. Spreading Digital Fluency).

Niðurlag

Í hinum nýja stafræna heimi  hriktir núna í stoðum margra stórra kerfa og alveg eins og verksmiðjur og framleiðslukerfi, viðskiptakerfi og félagskerfi einstaklinga breytast og kollvarpast með nýrri tækni og nýjum vinnubrögðum sem studd eru af tækniþróun þá er líklegt að skólakerfið verði ekki undanskilið og ef til vill má sjá best þróunina og hvert stefnir í MOOC námskeiðum sem háskólar bjóða nú upp á en þessi námskeið eru auk þess að vera smiðja í námskeiðahönnun og tæki til að prófa hvað virkar einnig tæki til að prófa nýjungar á uppsetningu náms þó flest námskeið sem við sjáum núna í stafrænum rýmum séu eins og kennslustofan hafi verið færð á netið. En MOOC  netnámskeiðin eru tilraun með hönnun á námsrýmum og námsferli fyrir háskólanám sem nýta upplýsingatækni til hins ítrasta.

Heimildir

Comments are closed.