Persónunjósnir – Spilað með fólk

Á Internetinu eru víða staðir þar sem þú gefur persónuupplýsingar. Þú gerir það með að setja “like” við statusa hjá vinum þínum og öðrum og þú gerir það með að taka þátt í alls konar ókeypis þrautum og leikjum og greiningum.

Það hafa verið búin til svo góð spálíkön að það nægir að hafa  10 læk sem þú hefur gefið á Facebook til að  vita töluvert um þig og ef hægt er að renna  300 lækum sem þú hefur gefið  í gegnum greiningarvél þá veit sá sem  fær þær upplýsinga meira um þig en maki þinn.

Í sjónvarpsfréttum RÚV 1. mars 2017 var fjallað um þessa upplýsingasöfnun sem við erum grandalaus og varnarlaus fyrir, upplýsingasöfnun sem núna þjónar ekki eingöngu markaðssamfélaginu sem knýr okkur til að kaupa og kaupa vörur heldur líka hefur áhrif á og skekkir úrslit kosninga og breytir lýðræðisfyrirkomulagi okkar í skrípaleik.

Persónuupplýsingar um netrölt þitt og nethegðun eru til sölu. Þær eru ekki eingöngu notaðar til að selja þér vöru heldur til að njósna um skoðanir þínar og hvaða áróður mun virka á þig til að óprúttnir aðilar geti spilað á þig eins og harmóníku og fengið þig til að rísa upp í reiði ef með þarf og að kjósa sig í kosningum. Það hefur komið upp á síðasta ári tvö stór tilvik þar gögn sem svona var aflað höfðu áhrif á úrslit kosninga. Annars vegar voru Brexit kosningarnar í Bretlandi og hins vegar forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.

Hér er pistill sem ég skrifaði 29. janúar 2017 sem útskýrir hvað gerðist í forsetakosningunum í USA og hvernig sigurvegarinn í þeim kosningum hagnýtti sér gögnin sem þú gefur um þig á netröltinu:
Að nota gögn til að finna út hvað þú átt að segja

Comments are closed.