Sviðsmynd framtíðar

Svín voru algeng tákn á frönskum póstkortum í kringum 1900 og fræðingar nútímans geta notað slík póstkort til að rýna í fyrri tíma hugsunarhátt samfara umbreytingu í framleiðslu, hvernig landbúnaður breyttist í kjötframleiðslu fyrst í slátrun einstakra svína yfir í fjarlæga yfirgripsmikla kjötframleiðslu. Hér er úr grein sem rýnir í hvers konar framtíðarsýn birtist í svona svínapóstkortum  Vision of pork production  og hvernig hún breytist:

“ Unlike other farm animals that were also useful when alive (cattle pulled plows and, like sheep and goats, they supplied milk; sheep provided wool as well and hens laid eggs) pigs were raised for what they yielded when dead—meat and especially fat (the all-important lard in the “larder”), but also bristles, skin, or bladder. Cheap to raise, fast to grow, wondrously prolific, and incomparably bounteous—every part gets consumed, from snout to tail—the pig is arguably the most useful of farm animals, but that utility can only be realized with the pig’s demise. For as long as humans have kept them, this state of affairs has conditioned our relationship to pigs, focusing attention on the necessary outcome: our killing them. In recent times, however, the nature of this inevitable ending has changed profoundly, and the Belle Époque in particular was a pivotal period of transition from traditional sacrifice to modern, industrial slaughter.”

“Considered as a whole, the corpus of pig postcards registers an ongoing shift from the ritualized sacrifice of individual pigs to large-scale, rationalized slaughter, and more broadly from artisanal and local to industrial and remote food production. These changes, happening across the developed world at the time, were experienced in France with a particular imaginative intensity, as the inventiveness, abundance, variety, and historical double vision of such cards suggests.”

Hvernig ætli viðhorf minnar samtíðar til matar og velsældar speglist í dýramyndum og dýrum og náttúruafurðum  til matar? Ég held að ég hafi líka verið á öld svínsins, var ekki í Andrésblöðum bernsku minnar alltaf fagnað í Andabæ með því að borða svín með epli í trýninu?

Svínið er líka tákn einhvers konar auðsöfnunar og peninga.

En eins og listamaðurinn á póstkortinu hér fyrir ofan málar upp framtíðarmynd velsældar og hagsældar með að teikna svín, hvernig framtíðarmynd myndum við teikna upp af okkar framtíð. Hvert verður tákn slíkrar framtíðar, verður það bygging eða verður það lífvera eða vél?

Ef við skyggnumst skammt inn í framtíðina þá sjáum við litlar breytingar, litlar breytingar sem hagræða og laga þau kerfi sem við búum við núna. Skólakerfi, framleiðslukerfi, heilbrigðiskerfi og fjölskyldu- og búsetumynstur tengd þessumkerfum. En flest kerfi sem vestræn samfélög búa við núna eru afsprengi iðnvæðingar og tímabils fjöldaframleiðslu, tímabils þar sem landbúnaður varð vélvæddari og færra fólk þurfti í fæðuframleiðslu og fólkið fór úr sveitunum á mölina og þar sem var afl spruttu  upp  verksmiðjur sem umbyltu efnum bræddu stál og ófu voðir og þangað fóru hinir landlausu og allslausu. 

Ennþá vaxa borgirnar. Ennþá fækkar þeim sem vinna við frumframleiðsluna, við sjáum það hér á Íslandi. Ein ferð á slóðir sjávarbyggða við Ísland sýnir okkur hvernig framleiðslan hefur breyst og hve mikið hún heldur áfram að breytast. Tími frystihúsanna sem voru miðstöð atvinnulífsins í hverju plássi er liðinn sem og bæjarútgerðanna sem áttu togarana sem veiddu aflann sem fólkið í þorpinu vann. Í landbúnaði og þá sérstaklega mjólkurframleiðslu hefur framleiðslan breyst stórkostlega. Eitthvað rúm hundrað nánast sjálfvirk róbotafjós þarf til að annast alla mjólkurframleiðslu sem eftirspurn er fyrir á Íslandi í dag og fjósin eru orðnar flóknar sjálfvirkar verksmiðjur.  Það eru lítil líkindi til að þurfi meira fólk í frumframleiðslu, sjálfvirkni og vélvæðing gerir flest betur og ódýrar en mannaflið.
En er þetta sviðsmyndin sem verður ofan á í framtíðinni? Sífellt stærri og flóknari alsjálfvirkar framleiðslueiningar og svo fólk sem flykkist á mölina til að leita að lífsskilyrðum og vinnu. En hvar verður þá vinnu að fá? Það verður miklu minna af þeirri vinnu sem við þekkjum til í dag einfaldlega vegna þess að sjálfvirkni, tölvuvæðing og gervigreind mun verða til að vélar og vélræn ferli vinna mikið af þeirri vinnu sem beið fólksins sem hvarf á braut úr sveitunum.

Hvernig verður samfélag okkar, það eru mörg teikn að það verði umbrot og brestir og ef til vill bakslag í þeim velferðarsamfélögum sem byggðust upp á friðartímum í skjóli iðnvæðingar með velsæld sem dreifðist alla vega eitthvað kringum þá staði þar sem verksmiðjur stóðu. Mun stjórnmálamaðurinn ennþá standa fyrir stafni leiddur áfram af því markmiði að “skapa störf” og “útrýma atvinnuleysi” og “árangur áfram, ekkert stopp” og munu staðbundin stjórnvöld halda áfram að falbjóða sig og sína sveit til að soga til sín fjármagn í leit að athvarfi, fjármagnseigendur sem lofa að opna iðnaðarframleiðsluiðjuver ef þeir fái skjól og geti komist yfir eignir og aðstöðu sem tryggir þeim áframhaldandi sæti í  hinni  kapítalkasínóísku hringekju.

Framtíðarsviðsmyndin gæti verið öðruvísi. Hún gæti orðið hryllingsmynd hinna fáu valdamiklu og ríku og hinna mörgu snauðu og valdalausu, hún gæti orðið eins og veisluborð klerksins Maltusar og við getum mátað okkur við hlutverkin, sett okkur í spor förufólksins sem núna fer um allar álfur, alls staðar óvelkomið, má ekkert eiga og ekkert gera og meira segja ekki fara frá einum stað til annars því alls staðar eru manngerðar girðingar, landamæri og reglur sem verja lönd fyrir innrás hinna allslausu. Við gætum verið þessir allslausu.

En ef til vill verður framtíðin ekki sams konar kerfi og fortíðin, ef til vill brotna öll kerfi niður. Ekki samtímis og þau ganga á misvíxl. En tökum kerfi eins og þekkingarframleiðslu og menntun. Það eru margvíslegar og fleiri aðferðir til að afla sér þekkingar og fræðslu og vinna í samfélagi en eru í því kerfi sem þó að nafninu til er ennþá við lýði. Háskólar, skólaskylda, skólar, bókasöfn, birting vísindagagna og hagnýting þekkingar, í þessum kerfi hefur margt breyst og þó á yfirborðinu þau virðist eins þá fjarar ótt undan því sem virtist aðalhlutverk og inntak og flestar stofnanir í eða að nálgast tilvistarkreppu og eru eða hafa endurskilgreint hlutverk sitt og hvaða starfsemi fer þar fram.

En lítum á tvö kerfi sem varða miklu um framtíð hvers einstaklings. Hvernig við framleiðum matvæli og hvernig við höldum heilsu og fáum lækningu við því sem hrjáir okkur. Ef við horfum skammt fram á veg þá snýst markmið okkar um að gera nýjan búvörusamning og einhvers konar áætlunarbúskap um að framleiða mjólk og kjöt á hagkvæman hátt þannig að það passi fyrir neyslu eins og hún er í dag. Ef við horfum skammt fram á veg varðandi heilsu okkar þá snýst það líka um stóru kerfin, að byggja tæknivætt stórsjúkrahús, nýjan landsspítala.

En hvað ef framtíðin er öðruvísi, hvað ef miðstöð fæðuframleiðslu verður ekki í stórum róbotafjósum þar sem grasbítar ganga um og matur er framleiddur úr líkama þeirra sem tengdir eru tækjum, hvað líka ef læknisferli framtíðar er ekki við í hátæknispítala eins og hann er núna heldur við allt annars konar lækningar.

Framtíðin getur verið öðruvísi og hér eru stuttar sviðsmyndir sem gætu verið sproti til að hugsa öðruvísi, hugsa um heim þar sem kerfin eru byggð utan um manneskjur á annan hátt en nú er. Hvað ef við nýttum tæknina til að rækta okkar eigin mat á okkar heimareit og hvað ef við nýttum líka tæknina til að lækna okkur sjálf. Hvað ef framtíðartæknin verður tækni hins smáa framleiðanda þar sem sá sem neytir matars framleiðir hann, eins konar tæknivætt afturhvarf til sjálfsþurftarbúskapar fyrri tíma. Hvað líka ef maðurinn er sjálfur uppspretta sinna lækninga, sinn eiginn læknir og lyfjaframleiðandi. Það er mjög líklegt að tæknibreytingar nánustu framtíðar í landbúnaði verði í þá átt sem kallast “precision farming” (hér er grein í Forbes) en hver mun sjá um fæðuframleiðslu og hafa völd gegnum eignarrétt á henni.

Hér eru tenglar sem vísa í fæðuframleiðslu og lyfjaframleiðslu eins og hún gæti mögulega orðið:

 You don’t need a green thumb with this farming robot

The future of Medicine

 

Myndin efst á síðunni er frá vefsíðunni Vision of pork production past and future on french postcards 

 

Comments are closed.