Kennimerki – vottorð um nám eða hæfni “Badges”

Í netumhverfi nútímans þar sem nám fer fram út um allt og ekki eingöngu í skólum þá er líka eðlilegt að meta nám á annan hátt en með ástundun í skóla eða námsárangri á prófum. Eitt slíkt mat á námi er að nota ýmis konar merkingar eða stjörnugjöf  eða kennimerki fyrir nám eða hæfni. Sá sem skartar slíkri merkingu hefur unnið sér það til með að fara í gegnum ferli eða sýnt hæfni sína. “Badges”  eru stafrænar orður, merki eða tákn um að nám hafi átt sér stað og henta ágætlega þegar nám er hlítarnám (e. mastery learning).

Prófskírteini, hefðbundin námsvottorð og hefðbundnar náms- og starfsferilsskrár veita oft ekki mikilvægar upplýsingar um nám og hæfi. Nám fer fram innan sem utan menntastofnana og það er mikilvægara að vita hvaða færni og þekkingu einstaklingur býr yfir heldur en hvernig hann stendur sig í samanburði á prófum.

Dæmi um námssíður sem nota badges eru Openstudy og Khanacademy

Hér eru nokkrar vefslóðir um Badges

Comments are closed.