Þrívíddarprentun (3D printing) og opinn vélbúnaður

Fyrir nokkrum misserum fylgdist ég með þátttakendum  í Hakkavélinni smíða þrívíddarprentara. Það var samvinnuverkefni, einingarnar keyptar að utan og stuðst við opinn og frjálsan hugbúnað og opinn vélbúnað við smíðina. Sams konar smíði fór þá fram í sams konar opnum verkstæðum víða um heim og hugmyndafræði um opna hönnun sveif yfir vötnum. Þetta verkefni og hönnun var RepRap. RepRap er skammstöfun á “replicating rapid prototyper”  og hugmyndin var eilífðarvél nútímans, vél sem gat prentað  eintök af sjálfri sér. Byggingareiningar þessa prentara voru Arduino tölvuspjöldFyrstu  útgáfurnar af þessari gerð þrívíddarprentara voru nefndar eftir frægum líffræðingum í þróunarfræði til að draga fram tengsl milli þessara verkfæra og þróunar og endurgerðar, þannig voru fyrstu gerðirnar  Darwin 2007 og Mendel 2009. RepRap prentarar voru fyrstu ódýru þrívíddarprentararnir og úr þeirri þróun spratt annað verkefni Makerbot sem einnig byggði  á opnum hugbúnaði en það er fyrirtæki sem selur tilbúna samsetta þrívíddarprentara. Nýjustu söluvörur þess fyrirtækis (Replicator 2) eru hins vegar ekki opinn vélbúnaður.

Ýmis konar stafræn rými og verkstæði hafa sprottið upp og orðið vinsæl. Þar má nefna hackerspace, makerspace, DIY klúbba ýmis konar og Fablab.

Skilgreining á opnum vélbúnaði er þessi:

Open source hardware is hardware whose design is made publicly available so that anyone can study, modify, distribute, make, and sell the design or hardware based on that design. The hardware’s source, the design from which it is made, is available in the preferred format for making modifications to it. Ideally, open source hardware uses readily-available components and materials, standard processes, open infrastructure, unrestricted content, and open-source design tools to maximize the ability of individuals to make and use hardware. Open source hardware gives people the freedom to control their technology while sharing knowledge and encouraging commerce through the open exchange of designs.”

Það er núna mikill áhugi og væntingar varðandi þrívíddarprentara og flestir vita gegnum greinar í fjölmiðlum hvað átt er við með hugtakinu, hafa lesið fréttir um hvernig þrívíddarprentarar eru öflug tæki notuð til góðs og ills, notuð til að prenta út byssur og notuð til að prenta út líffæri. Það er mikill iðnaður kominn upp varðandi framleiðslu og sölu á þrívíddarprenturum.

Það er meira segja til sérstakt stýrikerfi 3DPrinterOs sem er sérstaklega fyrir þrívíddarprentun. Þannig er hægt að prenta út á þrívíddarprentara hvar sem er og mynda prentbiðröð eins og með venjulegum nettengdumhttp://www.shapeways.com/ prenturum. Með þjónustu eins og 3D Hubs er hægt að senda þrívíddar prentskrá (skrá á .stl formi) á nálægan prentara.

Shapeways – 3D prentun og hönnun

Maker 6 –  3D prentþjónusta

 i.materialise þrívíddarprent

Autodesk 123D Design (til fyrir Makka og PC og iphoneiPad og sem vefumhverfi

3D Printing @ Amazon.com

Hér er ein umfjöllun um áhrif 3D prentunar
How 3D printing will impact our future:

Hér eru nokkrir pistlar frá V3.co.uk um stöðu þrívíddartækninnar núna:

Ég sé að nemandi við Listaháskólann hefur skrifað BA ritgerð um þrívíddarprentun.

InMoov » Project  vélmenni prentað út í þrívídd.

21st-century-robot

Comments are closed.