Einnar mínútu myndband – Wevideo

Flestar spjaldtölvur og símar hafa möguleika á að taka upp vídeó sem og ljósmyndir. Ef við ætlum að nýta þessi verkfæri í skólastarfi þurfum við í flestum tilvikum að setja saman myndasyrpu og/eða stutt vídeó og setja undir tal eða tónlist eða hljóðeffekta. Það eru nokkur verkfæri sem við höfum til að gera stutt vídeó, fyrir PC vélar er ágætt verkfæri Moviemaker og fyrir iOs umhverfið er verkfærið iMovie.
Sjá hérna

Hér er sýnishorn af einnar mínútu vídeói

En við getum auk Moviemaker og iMovie notað ný og veflæg verkfæri eins og Wevideo og myndbandið hér fyrir ofan  er gert í því. þetta vídeó er sýnishorn fyrir nemendur mína, þau eiga að gera 1 mín. vídeó og segja  sögu með því.

Þetta er sýnishorn af einni slíkri sögu. Sagan er af vettvangsferð. Ég fór með nokkrum nemendum í heimsókn í Geislar hönnunarhús í Bolholti (sjá http://www.geislar.is/) Þetta sýnishorn á að miðla hugmyndafræði og vinnubrögðum við nýja gerð framleiðslu, sýna hvað hönnuðurinn hefur gert (sýnir verk hans í byrjun) og hver hugmyndafræði hans er – leitin að aldingarðinum Eden:-) Líka hvað einkennir svona “maker culture” hugsun þ.e. að byggja á hugmyndum annarra og deila hugmyndum og vinna með tækni. Vídeóið er samsett úr ljósmyndum og vídeóklippum sem ég tók upp á spjaldtölvu og einnig einu sem tekið er með “hyperlapse” forritinu sem er því miður ennþá bara til á iPad (er ókeypis). Ég setti saman vídeóið á spjaldtölvunni með wevideo appi en það er takmarkað á spjaldtölvum t.d. ekki hægt að setja hljóð undir svo ég setti það á Wevideo á netinu (wevideo.com) og setti þar hljóð undir og lagaði til. Ég notaði hljóð sem eru í boði í ókeypis útgáfu Wevideo en þar er einnig hægt að taka upp hljóð og hlaða inn hljóðskrám.

Svo gaf ég það út (publish) þ.e. setti á Wevideo vefinn. Ókeypis reikningur hjá Wevideo þýðir að hægt er að gefa út 15 svona einnar mínútu vídeó. Þetta er bylting í hvernig við vinnum svona örvídeó, nú vinnum við þetta mest á vefnum eða með spjaldtölvuviðmóti. Wevideo er eins og Moviemaker og er með tímalínu eins og eldri útgáfur af Moviemaker. Mjög einfalt fyrir byrjendur. Svona verkfæri eru ágæt í kennslu ef nemendur eru allir með google reikninga því þá er hægt að setja efni í drive.google.com og nemendahópur getur samdeilt efni.

Svona lítur umhverfið út í Wevideo þegar búið er að hlaða þar inn stuttum myndskeiðum og ljósmyndum.  Þetta er undir “My media og þar getur notandi búið til nýjar möppur og hlaðið inn því efni sem hann vill vinna með svo sem  myndum, myndböndum og hljóðskrám. Það er hægt að breyta nafni skráa.

Svo er hægt að setja saman endanlegt vídeó og nota til þess tímalínu (einnig hægt að vera í storyboard viðmóti en það er takmarkaðra). Hér fyrir neðan má sjá tímalínu en á hana eru vídeklip og myndir dregnar og hljóðskrár koma svo á aðra rás.

Comments are closed.