Verkfæri til að búa til próf, spurningaleiki og sjálfsmatsverkefni

Við viljum nota vefinn til fleiri hluta en að miðla efni, við viljum að nemendur geti prófað þekkingu sína og unnið með efnið. Ein leið til þess er að nemendur geti tekið próf (quiz) sem annað hvort eru æfingar til sjálfsmats þar sem nemandinn eða nemendahópar spreyta sig á spurningum og/eða próf sem sendir niðurstöður  í gagnagrunn sem kennari  eða aðrir hafa aðgang að. Mikilvægt er að nemandinn eða sá sem tekur próf geti fylgst með framvindu sinni fljótt og vel.  Þá er einnig mikilvægt að nemandi í dag geti tekið próf beint á síma og það sé ekki eingöngu miðað við texta.

Ég hef í gegnum tíðina  prófað þónokkur  verkfæri til að búa til próf (quiz) og sjálfsmatsverkfæri sem nemendur geta tekið á síma og kennari eða sá sem semur leik t.d. ratleik eða póstaleik getur búið til á einfaldan hátt með lítilli fyrirhöfn og án þess að þurfa að borga aðgang. Hér áður fyrr notuðu margir kennarar Hot Potatos sem var einfalt verkfæri til búa til próf en það verkfæri er barns síns tíma og mér sýnist það ekki hafa þróast áfram amk ekki ókeypis útgáfan. Það eru prófagerðartól í kennslukerfum eins og Moodle en þau eru stundum flókin því að þau eru oftast gagnagrunnstengd og krefjast þess að sá sem býr til próf og sá sem tekur próf séu báðir inn í Moodle.

Hvers konar verkfæri viljum við til að búa til spurningaleiki, próf og æfingar?
Best væri að slík verkfæri væru:

 • keyranleg í vöfrum  og miðuð við html5 staðla (web app)
 • umhverfið væri aðlaðandi og lagaði sig eftir tæki (responsive)
 • ekki þyrfti sérstakt app (keyrði beint í vafra)
 • væru einföld og skýr fyrir bæði þá sem býr til spurningar og þá sem leysa
 • hentuðu til hópverkefna (t.d. einhvers konar samkeppni og leikja)
 • hægt væri að stilla allt umhverfið á íslensku
 • hægt væri að fyrir þann sem tekur próf að fá niðurstöður samstundis
 • niðurstöður söfnuðust saman
 • hægt væri að setja efni á margs konar formi (myndir, hljóð, vídeó)
 • hægt að sækja og setja spurningar í prófabanka
 • hægt að sækja beint inn myndir og fleiri margmiðlunarskrár með CC leyfi
 • próf væri ekki skilyrt þannig að það þyrfti að nota með ákveðnum  hugbúnaði/tæki
 • hægt væri að gera prófspurningar í excel eða ritvinnslu og hlaða inn
 • niðurstöðum væri safnað saman og sjálfvirkt farið yfir
 • Ynni með verkfærum sem kennarar/nemendur þekkja og hafa aðgang að (s.s. moodle, mediawiki, google+, wordpress)
 • Open source verkfæri svo auðvelt sé að þýða og aðlaga
 • Geta tekið við spurningum úr öðrum kerfum t.d. quizlet.com og studystack
 • það verður að vera hægt fyrir þann sem semur próf eða spurningakeppni að  setja inn nýjar spurningar (quizup og fleiri kerfi eru með stóra gagnabanka en nýjar spurningar geta einstaklingar ekki sett beint inn)
 • Það þarf að vera hægt að stjórna aðgangi að prófi og það þarf að vera einfalt t.d. með lykilorði)
 • best að þeir sem taka próf/spurningakeppni þurfi ekki að logga sig inn  í neitt kerfi
 • gott ef nemendur hafa líka möguleika á að gera próf/spurningakeppnir
Hér eru tenglar í umfjöllun um nokkur verkfæri til að gera svona próf:

Meðal þessara verkfæra eru t.d.

 •  http://quizlet.com/
 • http://www.proprofs.com/

Hér er dæmi um stutt próf sem ég gerði í proprofs, sjá skjámyndir á þessari síðu. Hægt er að fá 14 daga prufuaðgang án auglýsinga en síðan koma auglýsingar og ekki hægt að setja inn myndir. Prófaðu að beina nettengdum síma að spjaldtölvu að þessum QR kóða. Það er ein einföld aðferð við spurningaleik eða póstaleik í skóla og krefst ekki annars búnaðar hjá þátttakendum en þeir hafi nettengd tæki. Snjalltæki geta flest lesið QR kóða. Þessar tíu spurningar eru svo hérna á þessari vefslóð (ath, þetta er sýnishorn, verða með auglýsingum eftir að prufuaðgangur rennur út hjá mér)

Síldveiðar og vinnsla 10 krossaspurningar 

WordPress

Það eru til ýmis verkfæri sem virka fyrir WordPress, eru sérstök viðbót við það kerfi. Þar sem WordPress er víða í notkun í  skólum gæti slíkt hentað vel.

https://wordpress.org/plugins/wp-pro-quiz/

Top 10 WordPress Plugins for Creating Quiz Feature | CouncilSoft

Google

 Flubaroo

Kynning á Flubaroo

Touchcards 2 – Fun with flashcards and learning

Einnig er hægt að sækja template fyrir Google töflureikni sem fara yfir próf og setja upp krossaspurningar og fara sjálfvirkt yfir  og frekar einfalt að setja það upp.
Hér eru dæmi um slíkt:
http://tammyworcester.com/selfcheckquizzes/ 

Opinn hugbúnaður

Það er til quiz módúll við Mediawiki og ég fékk hann settan upp á is.wikibooks.org og það er einfalt að búa til próf til sjálfsnáms þar en niðurstöður eru ekki tengdar við gagnagrunn.

Annað kerfi sem er opinn hugbúnaður er  h5p.org  og það er í þróun hjá MIT og lofar góðu. Það getur verið tengt sem sérstök viðbót í WordPress og einnig tengst ýmsu öðru eða staðið eitt sér og býður upp á ýmis konar möguleika. Hér er dæmi um prófspurningar  sem ég gerði í því kerfi http://h5p.org/node/898 

Það er hægt að búa til ýmis konar  verkefni í því kerfi. Það er því miður ekki ennþá kominn módúll fyrir Moodle sem gengur með þessu.
http://h5p.org/content-types-and-applications

hp5

Spurningaleikir í háskólanámi, læknanemar í Kaizen

Það að nemendur geti sett upp og tekið þátt í spurningakeppnum um ýmis efni og gert það í verkfærum eins og símum er hluti af stærri þróun, þróun í átt að því að þekkingarmiðlun sé sett upp sem leikur (gamification). Í háskólanum í Birmingham nota læknanemar spurningaleikinn Kaizen til að læra ýmislegt viðkomandi námi sínu og keppa við aðra nemendur um þekkingu sína. Sjá meira um Kaizen notkunina hér fyrir neðan:

Illustrations of medical residents with mobile devices

For the past year, students at the School of Medicine’s campuses in Birmingham and Huntsville have been answering daily questions as part of a Web-based gaming platform called Kaizen.

The home-grown, mobile-optimized system puts UAB at the forefront of a hot educational trend: “gamification.”
UAB – UAB Magazine – Quiz Show (júní 2014)

Quizup – heimsþekktur spurningaleikur frá Íslandi

Einn af vinsælustu íslensku smáforritunum fyrir snjallsíma er leikurinn Quizup frá fyrirtækinu Plain Vanilla. Sá leikur er heimsþekktur og er núna eitt vinsælasta snjallforrit heimsins af svona gerð. Það eru spurningar sem notendur svara og öll umgjörð er afar einföld, gríðarlegur spurningabanki er tengdur við leikinn með yfir 100 þúsund spurningum. Vinsældir slíkra forrita sýna að svona spurningaleikir höfða til þeirrar kynslóðar sem núna notar mest snjallsíma.

Um leiki

Leikur oft í því samhengi að þátttakandi keppir við sjálfan sig eða aðra að einhverju markmiði og nær því með að safna stigum eða hlutum eða komast ákveðna leið. Það er einfaldast að byggja leik inn með textaspurningum og kerfi þar sem rétt svar gefur stig. Það er einfalt og ódýrt að búa til slíka leiki, spila og skilja slíka leiki og það krefst einfalts búnaðar. Það má hér nefna hversu útbreitt efni það er í sjónvarpi að hafa einhvers konar spurningakeppnir milli liða þar sem eitt svar er rétt. Svona textaspurningaleikir eru líka vinsælir í öppum en það má alveg gera leikina fjölbreyttari og flóknari s.s. að þeir séu leystir á vettvangi (ratleikir) og viðfangsefnið sé að feta  einhverja slóð.

Hér eru nokkur dæmi um öpp sem  eru byggð upp sem leikir:

 • https://www.duolingo.com/
 • https://goalbookapp.com/
 • https://www.brainscape.com/
 • http://www.socrative.com/

Comments are closed.