QR kóðar í námi og kennslu

Í vinnslu Salvör Gissurardóttir tók saman
(þessi útgáfa er frá 7. september 2014 – uppfært í janúar 2018)

Hvernig gerðir eru QR í Word 2016 (ritvinnsluskjal)
Hvernig gerðir eru QR-kóðar í Word 2016 (myndband 5 mín)


QR kóðar í námi og kennslu 1. vídeó

Við erum vön því að við afgreiðslukassa í verslunum séu skannar sem lesa úr strikamerkingum á vörum sem við erum að kaupa og lesarar sem geta lesið af debet- og kreditkortum sem við greiðum með.
En við erum smán saman að færast inn í heim þar sem skannar sem senda og nema boð eru ekki bundnir við ákveðna staði eins og afgreiðslustaði heldur tengjast tækjum eins og símum sem við getum borið með okkur hvert sem við förum, tækjum sem samt geta verið í þráðlausu sambandi við Internetið. Flestir nýlegir símar eru núna með myndavél og geta numið og sent frá sér myndræn boð og lesið úr þeim.
Snjalltæki eins og símar og spjaldtölvur geta keyrt ýmis smáforrit (apps) og nýtt ýmsar netþjónustur og virka þannig sem öflug nettengd færanleg tölva.

QR kóði til að miðla texta

Strikamerkingar eins og þú sérð á mjög mörgum vörum (líka á bókum) í dag er tækni þar sem tölur eru skráðar á myndrænan hátt. QR kóðar eru líka tækni þar sem gögn (texti og tölur) eru skráð á myndrænan hátt en QR kóði getur geymt meiri gögn en strikamerki. QR kóðar eru ferningslaga merki og sá sem hefur síma eða annað snjalltæki með viðeigandi appi getur umbreytt slíku tákni í texta. Einfalt dæmi um slíka notkun væri útprentað kennsluefni þar sem væri fyrir ofan eða neðan texta gefinn upp QR kóði sem væri frekari leiðbeiningar, ítarefni, vinnuleiðbeiningar, skilaboð eða fyrirmæli.  Þetta gætu líka verið svör við spurningum og dæmum. QR kóði getur verið 4296 bókstafir.

QR kóði til að miðla vefslóð

Það er þó einna algengast að nota QR kóða til að miðla vefslóð. Þá getur sá sem er nettengdur skannað QR tákn með símanum sínum og ræst beint þessa vefslóð.

QR kóði inn í glærusýningu

Einfalt dæmi um slíka notkun er fyrirlesari sem hefur glærur sínar á vefnum og þegar hann heldur fyrirlestur þá setur QR kóða á fremstu eða öftustu glæru í powerpoint sýningu og þá geta þeir sem eru á fyrirlestrinum notað símana sína og farið beint á vefslóð þar sem glærurnar eru geymdar.

QR kóði í mataruppskriftavef

Annað einfalt dæmi um hvernig vefsíðu er miðlað með QR kóða er t.d. uppskriftavefir. Sumir uppskriftavefir bjóða notendum upp á að nota QR kóða til að senda uppskrift í síma. Dæmi um slíkan vef er http://uppskriftir.hagkaup.is
Á uppskriftavef Hagkaups er hægt að smella á takka “senda í síma” og ef það er gert þá kemur mynd á skjáinn. Ef þú ert með nettengdan  síma eða spjaldtölvu sem er með app sem getur lesið QR kóða þá getur þú ræst það app og borið að táknmyndinni og ef síminn er nettengdur þá farið beint á uppskriftina í símanum.

QR kóði í bók á skólabókasafni

Þriðja dæmi um hvernig vefslóð er miðlað gæti verið að skólabókasafn miðlar ritdóm eða umsögn eða úrdrætti um bók. Blað með QR kóða sem vísar á vefslóð gæti verið límt inn í bók. Þessi vefslóð getur verið venjuleg vefsíða, myndband eða hljóðskrá.
QR kóðar notaðir í kennsluleikjum

Ratleikir

Fjórða dæmið um vefslóðir í QR kóðum geti verið kennsluleikir/póstaleikir þar sem nemendur eiga að fara eftir eða leita að vísbendingum og efni (scavenger hunts). Þá er hægt að prenta út QR kóða með vefslóðum og líma á veggi eða á staði sem nemendur eiga að fara um þegar þeir eru að leysa einhverjar þrautir. Þannig gæti við náttúrustíg og í útikennslustofum verið skilti með QR-kóða t.d. við ákveðið tré eða styttu eða eitthvað náttúrufyrirbæri og þegar þessi merki eru skönnuð með síma þá er farið beint á wikipediagrein eða aðrar vefslóðir með fræðiefni um viðkomandi fyrirbæri. Það eru margs konar app til að búa til QR kóða og við getum sett slíka kóða á nafnspjöld, boli, lyklahringi, vefsíður, blaðsíður í kennslubók, vinnuáætlun, vídeó, inn í auglýsingar á prenti, auglýsingar á vörum til sölu (t.d. í bíla), auglýsingatöflur, til að merkja farangur, tvít á twitter, í endinn á powerpoint kynningu, til að lesa viðburð beint inn í dagatal, hannað kennsluefni þar sem QR skann er tekur beint í svör eða frekari útskýringar, við getum farið beint í spurningakönnun í SurveyMonkey or padlet.com
Hægt að nota QR kóða í mismunandi litum t.d. eftir námsefni einn litur fyrir byrjendur, lengra komna osfrv. eða eftir tungumáli. Athuga að ef QR kóðar eru notaðir í prentefni að hafa líka slóðir fyrir þá sem ekki hafa QR skanna. Reyndu að hafa vefslóð þægilega.
Það er líka hægt að hanna QR kóða þannig að þú loggist beint inn á ákveðinn vef.

QR kóðar í námi og kennslu 2. vídeó

Það færist í vöxt að vefsíður gefi upp QR kóða til að deila. Vefurinn Padlet gerir kleift að deila beint QR á korktöflu þar.

padlet

7 notkunarmöguleikar á QR kóða í kennslustofu

frá http://coolcatteacher.blogspot.com/

1. Yfirlitssíða fyrir ferilmöppu (CoverPage for Portfolios) Slóð í eitt  blogg með tenglum í allt veflægt efni sem nemandi leggur fram til mats
2. Allt sem er veflægt, nemendur skila QR kóðum
3. Þegar nemendur eiga að nota ókeypis app. Setja QR kóða á powerpoint glæru.
4. Fara á vefslóð á powerpoint. Þetta þyrfti að vera venja á öllum ráðstefnum. Muna að hafa texta.
5. Fara á ákveðna vefslóð
Bæta Mobile Barcoder inn í Firefox. Fara á vefsíðu og til að nemendur fylgi með má auðveldlega búa til QR kóða til að sýna á skjánum. Athuga að hafa efst á skjá.
6. Senda út heimaverkefni (texti) einnig hægt að vísa í vefslóð með verkefni
7 tenglar á slóðir með upplýsingum

Pinterest

Mikið af upplýsingum og hugmyndum um QR kóða og ratleiki (scavenger hunt) getur þú fengið með að leita á pinterest, hér eru korkar sérstaklega um þetta:

Verkfæri til að búa til QR kóða

Ýmislegt um QR kóða

QR kóða lesarar

Mikið er til af lesurum fyrir QR kóða en þeir eru líka innbyggðir í nýjustu tækin og nýjustu stýrikerfin. Apple bætti 2017 QR lesara inn Myndavélarappið og það virkar fyrir iPad og iPhone. Android snjalltæki (með stýrikerfi 6.0 eða nýrra) geta lesið QR kóða með myndavélaappinu.
How to Scan QR Codes with iPhone or iPad in iOS 11

 

Comments are closed.