Hyperlapse frá Instagram – Ný tegund af ritun

Ég er að prófa Hyperlapse, nýja verkfærið frá Instagram. Það er í samhljómi við þá ritun/tjáningu sem nú ryður sér til rúms í vefmiðlun þ.e. að setja í frásögn margar kyrrmyndir sem búa til hreyfingu. Í gamla daga var þetta gert með “animated gifs” en núna eru margs konar verkfæri til að gera hikmyndir (stop motion) og tímasettar myndir (time lapse). Hyperlapse er ókeypis og afar einfalt verkfæri og minnkar mikið það hökt sem oft er í myndum sem eru svona settar saman. Hægt er að senda beint úr Hyperlapse bæði á Facebook og Instagram.

http://vimeo.com/104409950

Hér er  stuttmynd frá hjólreiðamanni sem hann tók upp á einum degi í Melbourne, hann var með iPhone festan við hjálminn og notaði Hyperlapse til að taka upp.

Bikerlapse – Instagram Hyperlapse on a bike from Nathan Kaso on Vimeo.

Hér er myndbrot úr frétt um skólamötuneyti

Hér er farið herbergi úr herbergi í Hvíta húsinu.

Hyperlapse er orðið sérstakt hugtak í vídeógerð þ.e. tímasettar myndir teknar með myndavél á hreyfingu, myndavél sem hreyfist mjúklega (eða með forriti sem getur leiðrétt hökt). Atvinnumenn láta myndavél vera fasta á einhverja sleða. En núna geta forritin leiðrétt höktið

http://research.microsoft.com/en-us/um/redmond/projects/hyperlapse/

 

Comments are closed.