Hönnunarsmiðja


Í dag var ég á hönnunarsmiðju í Gufunesbæ. Þar var farið stig í hönnun frá því að greina hvað er vandamálið eða viðfangsefnið út frá sjónarhóli þeirra sem breyting eða hönnun  á að gagnast, skoða mögulegar leiðir, byggja hugsmíð eða einhvers konar prótótýpu og svo meta og prófa og velja úr hugmyndir og ræða. Í þessari smiðju var framtíðarskóli miðað við tækni í sviðsljósinu.

Hér eru nokkrar myndir og myndskeið sem ég tók  og setti inn í Instagram og Vine.Hönnunarsmiðjan  var haldin af  MenntaMiðju og RANNUM og  þar var farið í  hönnunarnálgun sem er notuð í stefnumótun skólamála (sjá frekar umhönnunarnálgun og hönnunarsmiðjur hér). Hönnunarsmiðjan er skipulögð í samvinnu við Virajita Singh, sérfræðingur í hönnunarnálgun frá Háskólanum í Minnesóta

Hvað er hönnunarsmiðja? (Tryggvi Thayer, Menntamiðja)

Comments are closed.