Að skrifa inn á og sýna pdf skjöl og önnur skjöl á vef

Ég held áfram að prófa verkfæri til að birta skjöl á vef og setja þar upp sýningar þar sem hægt er að fletta í gegnum skjöl og reyni að binda mig við verkfæri sem virka á öllum tölvum og nota ekki flash þ.e. verkfæri sem vinna með nýjum stöðlum eins og html5.

Hér er dæmi um sýningu á nokkrum myndasögum nemenda sem ég setti upp á newshive en ég hafði fyrst hlaðið sögunum inn á crocodoc.com (ekki hægt að hlaða pdf skjölum inn á newshive, þar er hægt að hlaða inn myndum og svo setja “embedded kode” fyrir ýmis önnur vefsetur).

http://newhive.com/myndvinnsla/myndasogur1
Myndasögur (pdf skjöl) fyrst settar á vefinn crocodoc og síðan felldar inn í (embedded) í Newhive.

Skrifað ofan í (ofan á) skjöl og myndir
Mörg kerfi bjóða í dag upp á möguleika til að skrifa ofan á skjalið sem fyrir er. Það getur komið sér vel í námi og kennslu. Það er hægt að pára yfir pára yfir (teikna eða skrifa),  leiðrétta, útskýra, útlista, glósa ofan í  og punkta hjá sér, strika undir og ljóma með áherslupenna og skrá  athugasemdir  (annotate).   Eitt kerfi sem býður slíka möguleika er kerfið Crocodoc.
Hér er dæmi um pdf skrá  á crocodoc með útskýringum:
Skjalið Tölvuleikir í 20 ár á crocodoc
Ég  fór yfir skjalið með gulum áherslupenna en stillti þannig að allir geta lesið skjalið en ekki bætt við athugasemdum. Það er hins vegar hægt að stilla  einnig þannig að skjalið birtist og  þeir sem skoða skjalið geti skrifað glósur og/eða  párað í það.

Hér er sama skjal þannig stillt að allir geta skrifað í það

Það er líka hægt að hlaða skjölum inn í möppu á crocodoc og gefa aðgang að möppunni í heild og þá stilla hvort megi skrifa ofan á skjölin í möppunni og reyndar einnig hægt að gefa leyfi til að hlaða inn fleiri skjölum. Hér er slóð á möppu sem ég bjó til á crocodoc til að sýna hvernig þar má geyma og birta  nokkrar gerðir skjala (t.d. myndir, glærur, ritvinnsluskjöl, pdf skjöl http://personal.crocodoc.com/j0MBQEX Crocodoc tekur við  ýmsum gerðum skjala  og einnig glærum og myndum. (pdf, .doc, .jpg , pptx) og umbreytir á html5 vefform. Glærum er breytt í myndir.
Hér er sýnishorn af möppu með nokkrum gerðum skjala http://personal.crocodoc.com/bUTiZ80

Það er hægt að nota myndrænt efni sem hægt er að skrifa ofan á ýmsan hátt, hér er dæmi um mynd af sprellikalli með texta.  Textann setti ég ofan á upprunalegu myndina og hægt er að velja um hvort maður hleður niður bara upprunalega skjalinu eða skjalinu með því sem hefur verið skrifað ofan á það.

Eins og Crocodoc býður vefþjónustar Scribd upp á að hægt er að hlaða inn skjölum og þar er líka hægt að setja inn athugasemdir (ekki eins margbreytilegt og í crocodoc)

Hér er dæmi um skjal sem ég setti á Scribd með einni athugasemd sem tengist svæði í skjalinu
Skjal á Scribd með glósum sem tengjast svæði í skjalinu

Hér er skjal sem ég setti á Scribd með nokkrum athugasemdum;:

Skjalíð Tölvuleikir í 20 ár á Scribd

Comments are closed.