Ubuntu á smátölvu

Ég pantaði frá Kína örlitla tölvu frá Tronsmart, þetta er lófastórt box og kostar eitthvað um 100 dollara og kom alveg berstrípað, ekkert minni og enginn harður diskur og náttúrulega ekkert stýrikerfi.  Ég borgaði rétt rúmlega 5 þús. í aðflutningsgjöld og það var ekkert vesen að fá tækið beint á pósthúsið því það er með GE vottun sem alveg nauðsynlegt er að öll rafræn tæki hafi. Minnið (8GB) kostaði um 12 þús. og harður diskur 500 GB um 10 þúsund í Computer.is  Þeir voru svo elskulegir í búðinni að setja fyrir mig inn minnið og harða diskinn, það hefði tekið mig óratíma að gera það. En ég var reyndar búin að finna þetta vídeó sem kenndi hvernig fara skyldi að því.

Svo hlóð ég niður nýjustu útgáfunni af Ubuntu og setti á USB lykil.  Ég notaðist við leiðbeiningar hérna á pendrivelinux.com til að útbúa USB lykilinn, passaði mig bara áður að afrita allt af USB lyklinum áður en hann var settur upp á nýtt. Tengdi mús, lyklaborð og skjá við boxið og sett USB lykilinn í USB3 tengið. Eftir að hafa fundið út að Ubuntu virkaði ágætlega keyrt frá USB lyklinum þá valdi ég að setja það stýrikerfi upp á harða disknum í tölvuboxinu. Það gekk afar vel og ég gat stillt allt á íslensku og mörg forrit svo sem Inkscape komu upp í íslenskri þýðingu. Ég hlóð inn flestum vinsælustu forritunum sem ég þekki vel, libreoffice og Firefos var fyrir og mörg önnur en ég hlóð inn

 • Inkscape
 • Gimp
 • Blender
 • Mypaint
 • VLC margmiðlunarspilari
 • Audacity
 • Shutter (til að taka skjámyndir)
 • Audacious (hlusta á hljóðskrár)
 • Rythmbox (í staðinn fyrir itune, þekkir flest tól m.a. android síma)
 • Banshee í staðinn fyrir itune, í staðinn fyrir itune,  tenginst Amazon)
 • Amarok (í staðinn fyrir itune, svipað viðmót)
 • Clementine (í staðinn fyrir itune, )
 • Exaile (í staðinn fyrir itune, einfalt)
 • SMPlayer

Hér eru nokkrar slóðir

Top 5 iTunes Alternatives On Ubuntu 14.04

Top 5 Media Players For Ubuntu 14.04 & 15.04

Top 5 Video Editor Apps For Ubuntu – For Both Professionals and Beginners

Ubuntu free Downloads

Synfig Video

Fosshub.com

Playonlinux