Skopparaboltar og slím

Það er hægt að búa til sína eigin skopparabolta. Það þarf bara föndurlím, borax, kornsterkju, vatn og matarlit. Svipuð uppskrift er notuð til að búa til slím eða klístur.

Hér er uppskrift fyrir einn bolta:

1 matskeið af hvítu föndurlími (ekki trélím)
1/2 teskeið af Borax
3 matskeiðar af kornsterkju (maisenamjöli)
4 matskeiðar af heitu vatni
matarlitur

Leiðbeiningar

Notið tvær skálar eða önnur ílát. Blandið saman heitu vatni, kornsterkju og borax í aðra skálina og setjið límið í hina. Bætið nokkrum dropum af matarlit út í hvítt límið og hrærið vel. Hrærið núna vel í skálinni með kornsterkjunni svo kornsterkjan sé vel uppleyst í vatninu og hellið svo vatnslausninni í skálina með litaða líminu. Hrærið í og nú á strax að myndast klumpur. Hrærið þangað til það er kominn einn stór slímklumpur. Taktu þá klumpinn upp úr vökvanum og farðu að hnoða hann með höndunum (lófunum) til að búa til bolta. Í fyrstu er  boltinn klístraður svo þú skalt hafa pappírsþurrku til að þurrka af höndunum en svo þornar hann og yfirborðið verður slétt og boltinn er tilbúinn.

Svona boltar fletjast út  ef þeir eru látnir standa dáldinn tíma en með því að geyma þá í  í litlum plastílátum og hnoða svo upp á nýtt milli lófanna þá geta þeir haldið lögun sinni.

Uppskriftin er fengin af   Super Bouncy Balls (PBS Crafts for Kids) en hikmyndin er frá Vine og er eftir notandann AnimalJam.

Svo er hér ágætar leiðbeiningar og myndskeið um hvernig á að búa til klístur:

útskýringar á þessu klístri eru á síðunni Eldri tilraunir 18. desember hjá Náttúru- og verkfræðisviði Hí.  og þar eru líka efnafræðilegar útskýringar á hvers vegna klístrið verður til  og hvaða efnahvörf verða og hvernig efni eins og borax og kornsterkja virka.
Borax er efnasamband af frumefninu Bór. Það er notað meðal annars í þvottaefnum og til sótthreinsunar  eins og í augnskoli. Það er ekki eitrað fyrir fólk en það má ekki borða það. Sjá nánar á wikipedíu um borax og þessa grein um skaðleg áhrif bórsýru.

Það er hægt að búa trölladeig  og leir fyrir leikskólabörn án þess að nota neitt slík efni
Hér eru uppskriftir:
Uppskriftir af trölladeigi og leir  frá Dagmar Lilju Marteinsdóttur