Að skrifa inn á og sýna pdf skjöl og önnur skjöl á vef

Ég held áfram að prófa verkfæri til að birta skjöl á vef og setja þar upp sýningar þar sem hægt er að fletta í gegnum skjöl og reyni að binda mig við verkfæri sem virka á öllum tölvum og nota ekki flash þ.e. verkfæri sem vinna með nýjum stöðlum eins og html5.

Hér er dæmi um sýningu á nokkrum myndasögum nemenda sem ég setti upp á newshive en ég hafði fyrst hlaðið sögunum inn á crocodoc.com (ekki hægt að hlaða pdf skjölum inn á newshive, þar er hægt að hlaða inn myndum og svo setja “embedded kode” fyrir ýmis önnur vefsetur).

http://newhive.com/myndvinnsla/myndasogur1
Myndasögur (pdf skjöl) fyrst settar á vefinn crocodoc og síðan felldar inn í (embedded) í Newhive.

Skrifað ofan í (ofan á) skjöl og myndir
Mörg kerfi bjóða í dag upp á möguleika til að skrifa ofan á skjalið sem fyrir er. Það getur komið sér vel í námi og kennslu. Það er hægt að pára yfir pára yfir (teikna eða skrifa),  leiðrétta, útskýra, útlista, glósa ofan í  og punkta hjá sér, strika undir og ljóma með áherslupenna og skrá  athugasemdir  (annotate).   Eitt kerfi sem býður slíka möguleika er kerfið Crocodoc.
Hér er dæmi um pdf skrá  á crocodoc með útskýringum:
Skjalið Tölvuleikir í 20 ár á crocodoc
Ég  fór yfir skjalið með gulum áherslupenna en stillti þannig að allir geta lesið skjalið en ekki bætt við athugasemdum. Það er hins vegar hægt að stilla  einnig þannig að skjalið birtist og  þeir sem skoða skjalið geti skrifað glósur og/eða  párað í það.

Hér er sama skjal þannig stillt að allir geta skrifað í það

Það er líka hægt að hlaða skjölum inn í möppu á crocodoc og gefa aðgang að möppunni í heild og þá stilla hvort megi skrifa ofan á skjölin í möppunni og reyndar einnig hægt að gefa leyfi til að hlaða inn fleiri skjölum. Hér er slóð á möppu sem ég bjó til á crocodoc til að sýna hvernig þar má geyma og birta  nokkrar gerðir skjala (t.d. myndir, glærur, ritvinnsluskjöl, pdf skjöl http://personal.crocodoc.com/j0MBQEX Crocodoc tekur við  ýmsum gerðum skjala  og einnig glærum og myndum. (pdf, .doc, .jpg , pptx) og umbreytir á html5 vefform. Glærum er breytt í myndir.
Hér er sýnishorn af möppu með nokkrum gerðum skjala http://personal.crocodoc.com/bUTiZ80

Það er hægt að nota myndrænt efni sem hægt er að skrifa ofan á ýmsan hátt, hér er dæmi um mynd af sprellikalli með texta.  Textann setti ég ofan á upprunalegu myndina og hægt er að velja um hvort maður hleður niður bara upprunalega skjalinu eða skjalinu með því sem hefur verið skrifað ofan á það.

Eins og Crocodoc býður vefþjónustar Scribd upp á að hægt er að hlaða inn skjölum og þar er líka hægt að setja inn athugasemdir (ekki eins margbreytilegt og í crocodoc)

Hér er dæmi um skjal sem ég setti á Scribd með einni athugasemd sem tengist svæði í skjalinu
Skjal á Scribd með glósum sem tengjast svæði í skjalinu

Hér er skjal sem ég setti á Scribd með nokkrum athugasemdum;:

Skjalíð Tölvuleikir í 20 ár á Scribd

Hönnunarsmiðja


Í dag var ég á hönnunarsmiðju í Gufunesbæ. Þar var farið stig í hönnun frá því að greina hvað er vandamálið eða viðfangsefnið út frá sjónarhóli þeirra sem breyting eða hönnun  á að gagnast, skoða mögulegar leiðir, byggja hugsmíð eða einhvers konar prótótýpu og svo meta og prófa og velja úr hugmyndir og ræða. Í þessari smiðju var framtíðarskóli miðað við tækni í sviðsljósinu.

Hér eru nokkrar myndir og myndskeið sem ég tók  og setti inn í Instagram og Vine.Hönnunarsmiðjan  var haldin af  MenntaMiðju og RANNUM og  þar var farið í  hönnunarnálgun sem er notuð í stefnumótun skólamála (sjá frekar umhönnunarnálgun og hönnunarsmiðjur hér). Hönnunarsmiðjan er skipulögð í samvinnu við Virajita Singh, sérfræðingur í hönnunarnálgun frá Háskólanum í Minnesóta

Hvað er hönnunarsmiðja? (Tryggvi Thayer, Menntamiðja)

Að lesa skjöl á vefnum

Í augnablikinu er einfaldast að láta nemendur skila skjölum á .pdf formi og setja fram skjöl á pdf formi. Það mun þó sennilega vera tímabundið, það er líklegt að fleiri og fleiri noti epub rafbókastaðal og hafi aðgang að snjalltækjum og tölvum með lesurum uppsettum. Sennilega verður það innbyggt í vafra framtíðar að lesa epub skjöl og núna er hægt að sækja sér slíka lesara sem viðbætur með vöfrum t.d. í Firefox.

Ég var að fara yfir verkefni hjá nemendum þar sem þau skiluðu pdf skjölum, afar myndrænum og skemmtilegum verkefnum. Mig langaði að setja upp sýningu með verkefnum nemenda þar sem hægt væri að fletta í gegnum pdf skjölin (myndasögur), það var allt í lagi þó þau væru smækkuð. Ég leitaði að heppilegu formi fyrir það og fann  Flip html5 en með ókeypis útgáfunni var ekki hægt að setja þetta upp á eigin vél og það voru vandamál við að hlaða upp, sennilega af því skjölin voru of stór, sum voru yfir 100 mb.

Annað dæmi

Ég gerðist notandið á fliphtml5 (ókeypis áskrift) og það er takmarkað hvað má hlaða miklu inn á mánuði.(sjá skilmála hérna )

Ég prófaði að hlaða inn textaskjali sem ég vann í Word 2010 og vistaði sem pdf (verkefnalýsingu frá mér) og setja á það youtube myndbönd. Í fliphtml5 er hægt að velja stærð og spilaragerð og þetta var einfalt. Þannig er pdf skjalið hjá mér sýnt núna á fliphtml5 vefnum. Youtube myndband er efst í horninu hægra megin á fyrri blaðsíðu og neðst til hægri á seinni blaðsíðu. Ég gerði myndböndin agnarlítil og það verður að smella á örina í miðju til að spila þau inn í skjalinu en ef smellt er annars staðar á myndbandsgluggann þá opnast vídeóið á youtube. Þessi möguleiki virkar spennandi í framsetningu á námsefni, það er hægt er þannig hægt að stinga myndböndum og hljóðskrám inn í pdf skrár þegar þær eru birtar á vefnum. Ekki er notað Flash og þess vegna virkaði þetta ágætlega líka í iPad. Þetta virkaði líka vel í Internet Explorer nema flettingar komu einfaldari. Eina vandamálið var að youtube vídeóin vildu ekki spilast í Firefox en ég held að það sé vegna þess að ég er með Adplus og fleiri síur sem loka á slíkt.

http://fliphtml5.com/

Svo er hér verkfæri sem býr til flettibækur úr html5 skjölum:  http://www.turnjs.com/  (hægt að fá eldri ókeypis útgáfu á github. Fliphtml5 er hins vegar  ný útgáfa af þessum opna hugbúnaði. Ég hef ekki prófað turn.js en það getur verið að það sé nóg fyrir menntanot. Það eru margir mjög skemmtilegir möguleikar í Fliphtml5 en ekki víst að kennarar almennt þurfi annað en koma  pdf skjölum í staðlaða flettisýningu á vef.

Eldi kerfi, vefsetur sem nota Flash við flettibækur

Hér eru eldri kerfi sem virka ekki eins fullkomin og nota sum hver einnig flash:
issuu.com  (vinsæll vefútgáfuvefur, notar flash)
en.calameo.com  (vefútgáfuvefur, notar flash)
Ég bjó til notanda á Calameo og setti inn skjal þar, sjá hérna:
Dæmi um  2 bls. pdf skjal á Calameo 
http://flipbuilder.com  (flash)
http://www.mentormob.com/learn/i/myndasaga Kerfi þar sem hægt er að setja inn námsstíg með þrepum fyrir nemendur, hægt að hlaða inn skjölum m.a. pdf skjölum.

MZ3-EDU: free for public Schools and Universities

http://www.flippdf.com/

Nokkur af flettiskjölunum sem ég setti inn á fliphtml5: