Slack – Tölvupóstur og trufltækni

Tölvupóstur var trufltækni á sínum tíma. En margt bendir til að önnur verkfæri séu að vinna á og henti betur fyrir vinnuumhverfi nútímans. Vinnuumhverfi þar sem fólk vinnur samtvinnað að verkefnum og hefur samskipti með ýmsum verkfærum,  snjalltækjum sem og tölvum og deilir á milli sín alls konar efni, ekki eingöngu texta.  Það eru að þróast og brjótast fram verkfæri og vinnuumhverfi sem byggt er upp af stuttum skilaboðum í rauntíma sem eru  þó þannig að hægt er að halda utan um vinnu margra og flokka innlegg og fletta upp og deila og vinna saman með ýmis konar efni.  Þetta eru  kerfi sem eru andstæða við tölvupóst því það  er mun einfaldara að vinna saman  heldur en að velta áfram skjölum í tölvupósti með “reply to all” vinnubrögðum.

Will email become a thing of the past? Stewart Butterfield thinks so

Eitt dæmi um verkfæri sem er  byltingartækni  eða trufltækni (disruptive technology) sem sýnir í hvaða átt framtíðin tekur okkur er samskiptakerfið Slack.com. Við þekkjum vel samskiptamiðla eins og Facebook og Twitter og í sjálfu sér líkist Slack því nema það er miðað við vinnuumhverfi og er verkefnamiðað og samstarfsmiðað og lokað nema fyrir þá sem eru í hópnum.  Í Slack eru skilaboð merkt með tvíkrossi og þannig haldið utan um strauma um ákveðin verk (kallað channel í Slack). Slack er samvinnuverkfæri sem er sérsniðið fyrir hópa og  í stað þess að senda tölvupóst milli aðila innan sama fyrirtækis má senda boð í Slack. ekki að senda tölvupóst.

Það er skemmtilegt að lesa að Slack er frumkvæði fjórmenninga sem settu á stofn Flickr vefsetrið á sínum tíma en Fickr var fyrsta samskiptanetið sem virkaði fyrir mig. Og alveg eins og Flickr á rætur sínar að rekja í leik þá er Slack líka afsprengi sem þróaðist af fólki sem vann langt frá hvort öðru við að þróa netleik. Í greininni  Will 2016 Be The Year Slack Goes Truly Mainstream? – Forbes  segir

The key may lie in the company’s history. Slack sprung from a four-member team that started photo-sharing website Flickr. Leaving Yahoo, which had bought Flickr, the quartet, led by chief executive Stewart Butterfield, unsuccessfully attempted to launch an online game, building their own messaging system as they tried to communicate between offices in California and Canada.

Butterfield stjórnandi Slack er barn hippanna, fæddist í hippakommúnu og var skrírður Dharma Butterfield. Hann nam heimspeki í Cambridge og eftir alls konar þróun og hönnun þá varð til myndmiðlunarsamfélagið Filckr en það þróaðist upp úr leik alveg eins og Slack.
Einn af stjórnendum Slack útskýrir vinsældir þess með eftirfarandi:

“I think one of the reasons Slack has been successful so far is that we’re approaching enterprise software from a consumer product point of view.

“It’s also partly due to timing. People are getting used to multi-modal communications. People are using Apple’s iMessage, Facebook Messenger, WhatsApp and Line.

“There are well-crafted, well-built consumer experiences and we’re taking that model and moving it into the enterprise sector”

Slack fær mikið hól, ekki síst fyrir hve vel það tengist öðrum þjónustum t.d. Trello  og  The Verge segir  ”Slack is fast becoming the operating system of the workplace” þ.e. með því að nú þegar eru meira en 500 öpp sem geta tengst Slack og fyrirtæki getur sérsniðið að eigin þörfum.

Í grein Guardian Beyond email þá er mun milli tölvupósts og spjalltrýmis eins og Slack lýst svona:

Dr Leah Reich, a sociologist and Slack’s user researcher, argues that email represents an older generation of workers and an outmoded way of communicating: “Email is hierarchical and compartmentalized, and great for political maneuvering.” Blind copying, or the bcc, is an example of that: your boss could be silently copied into an email chain. Email allows the sender to choose who to send information to, and who to exclude. It is also loaded with letter-writing conventions, expectations that we must reply and include a formal greeting. We should cut that formality and replace it with fast exchanges of ideas, Reich says. “How often is there deep collaboration and sharing on email? That weird overlapping feeling of ideas and iteration and design thinking? That’s still new to a lot of people. It’s radical collaboration, a different way of working and thinking.”

Nokkrar greinar um Slack og áhrif slíks kerfis á vinnubrögð

Trufltækni 2016 – Slack er með á listanum

Samkeppni milli Slack og annarra tóla

Ef til vill er Slack best lýst með þessari setningu:
“ Slack isn’t just a simple chat room, it’s an online office.”

Raspberry Pi 3 – $35 dollara tölvan komin með Wifi og Bluetooth

Raspberry Pi afar vinsæl smátölva, eiginlega bara lófastórt tölvuspjald sem í er hægt að setja minnisgeymslu og svo tengja spjaldið við lyklaborð, skjá og ýmis konar önnur tæki. Nýjasta útgáfan Rasberry Pi 3 er orðin afar öflug og er núna fyrsta útgáfan sem er með innbyggðar þráðlausar nettengingar (bæði bluetooth og Wifi) og er þannig tilbúin í IoT (Internet of Things) umhverfi, umhverfi þar sem margs konar nettengdir hlutir geta tengst saman og sent boð og numið boð. Nýja útgáfan kostar nú (mars 2016) ekki nema $35 en það er sama og eldri útgáfur hafa kostað, hún hefur því ekkert hækkað en er orðin miklu öflugri og fullkomnari. Ekki eru nema fjögur ár síðan fyrsta útgáfan af Raspberry Pi kom á markað og var tölvan fyrst og fremst hugsuð fyrir nám, til að vera tæki til forritunar og til ýmis konar tölvu- og   tæknináms.

GrovePi-Grove for the Raspberry Pi - Grove Sensors Wired Up to the Raspberry Pi.JPGEn Raspberry Pi er ekki eingöngu námstæki, hún er líka vinnuþjarkur og l vinsæl í ýmis konar stýringum í verksmiðjum og alls konar sjálfvirkni vegna þessa að hún er mjög ódýr og mikið og öflugt notendasamfélag kringum hana. Núna með útgáfu Pi 3 færist Raspberry Pi líka nær því að vera nothæf sem venjuleg öflug tölva sem getur komið í staðinn fyrir fartölvu og borðtölvu. Það er líka hægt að  setja  Raspberry Pi fyrir aftan sjónvarpið og nota þannig bæði sem snjalltæki fyrir sjónvarpið og til að stýra ýmsu á heimilinu og tengjast við önnur snjalltæki og nettengt tæki.

Svona lítur nýja útgáfan, Raspberry Pi 3 út:

Raspi 3.jpg
Það þarf svo ýmis konar hluti til að geta notað þetta litla tölvuspjald. Það þarf eftirfarandi:
  •  5 volta spennugjafa (tengt í mikro USB)
  • sjónvarp eða skjá og HDMI snúru
  • Lyklaborð  og mús
  • Micro SD korti fyrir stýrikerfi og skráarkerfi

Tæknilegar upplýsingar um Raspberry Pi 3 eru þessar:

  • 1.2GHz  fjögurra kjarna 64 bita örgjörvi og 1GB minni.
  • 4 X USB 2.0  tengi
  • HDMI skjátengi og RCA tengi  fyrir hljóð og myndbönd
  • Innbyggt þráðlaust samband (bluetooth og Wifi) Notað er bluetooth tengi sem tekur lítið rafmagn Bluetooth Low Energy  (BLE)
  • 40 pinna GPIO tengi

Tenglar í ítarefni

Sveifla frá Microsoft “Sway”

Sway er nýtt app fyrir Windows 8 sem kynnt var 1. október 2014. Það er ritunar og tjáningartæki á borð við Word og Powerpoint en tekur mið að því að nú er tölvuumhverfið annað en þegar þau kerfi komu til sögunnar. “Sway” sveiflan er miðuð við vefumhverfið, miðuð við að gögnin séu í tölvuskýi, þeim sé safnað og miðlað á ýmsu formi og þau séu síkvik og uppfærist og auðvelt sé að miðla þeim í vöfrum og það líti vel út í símum sem og tölvum.
Þau dæmi sem birt hafa verið um notkun þessa apps benda til að hér sé komið ágætt verkfæri fyrir kennara og  nemendur í skólum til að vinna að verkefnum og setja fram þekkingu og eigin gögn  á fallegan og skýran hátt á máta sem hæfir nútíma miðlun.

Sway er vefrænn strigi sem er meira en texti, myndir og skjöl. Sway appið mun vera væntanlegt líka iOS, Android and Windows Phone.

Sway virkar með OneDrive, Facebook, Twitter, YouTube sem og gögnum sem eru vistuð á eigin tölvu. Aðgangur að Sway er ekki ennþá orðinn opinber en á síðunni  Office Sway getur þú skráð að þú viljir prófa Sway.

Hér er kynning á Sway

Hér er útskýring á hvernig Sway virkar

Hér eru ýmsir nýir vefpistlar um Sway:

Öppin öll

Það fer ekki framhjá neinum að núna eru öpp í tísku í spjaldtölvu- og snjalltækjaheiminum. Við hlöðum inn aragrúa af smáforritum (öppum) á símana og spjaldtölvurnar, forritum sem sum hver eru sérhönnuð fyrir einmitt okkar gerð af tækjum. Þá er eðlilegt að við spyrjum – Eigum við sem viljum útbúa alls konar fræðsluefni sem hægt er að vinna með í þessum tækjum núna að setjast niður og læra að búa til öpp?  Og hvernig er það með þessi öpp, er ekki erfitt og tímafrekt að búa til og læra að búa til öpp? Og hver er eiginlega munurinn á að nota og búa til app fyrir sérstök snjalltæki (native app) sem notendur þurfa að hlaða niður á tölvuna sína og að búa til vefumhverfi sem skynjar hvaða gerð af tæki notandi er með og gerir notanda kleift að nota án þess að hlaða neinu niður (web app)?

Kennsluforritin og öppin

Náms- og kennsluöppin minna sum hver afar mikið á kennsluforritin sem við notuðuð um og eftir 1995 á BBC, Apple Macintosh og PC tölvurnar. Um nokkurra ára skeið hurfu kennsluforritin af sviðinu eða öllu heldur breyttust, breyttust úr þjálfun og urðu að verkfærum þar sem nemandinn var við stjórnvölinn og réði atburðarásinni og gat smíðað eða búið eitthvað til eða spilað í leik þar sem hann hafði áhrif á útkomu en atburðarrásin var ekki fyrirfram ákveðin eins og í hefðbundinni sögubók. Síðustu árin hafa verkfærin breyst í að vera ekki eingöngu einstaklingsverkfæri heldur verkfæri sem gera mörgum kleift að vinna saman að einu verki þó þeir séu aðskildir í tíma og rúmi. Og Internetið, sjálft veraldarvíðnetið hefur breytt öllu og yfirtekið sviðið, líka sviðið sem kennsluforritin áttu áður. Kennsluforritin voru mörg hver þjálfunar og þrautalausnaforrit með einn afmarkaðan óbreytanlegan tilgang. Ef til vill eins og sum öpp eru í dag, öpp sem þjálfa nemanda í ákveðinni færni með því að hlýða honum yfir og prófa hann og gefa honum kost á að æfa sig og æfa.

En eru öppin komin til að vera og er núna komin sú tíð að það er skynsamlegt að þjálfa kennara og kennaranema eða þá sem útbúa námsefni í alls konar appafræðum, kenna þeim að forrita í ýmis konar forritunarmálum sem henta snjalltækjum nútímans? Þegar við rýnum fram í tímann þá sjáum við að það mun ekki verða neitt lát á að við nettengjumst með alls konar tækjum og reyndar líklegt að þau verði fjölbreyttari en við höfum aðgang að núna og þess mun ekki langt að bíða að við tengjust gegnum Internetið í alls konar stýringar (sem auðvitað er til núna en er ekki eitthvað sem almenningur gerir, bara þeir sem eru í ýmis konar fjarvinnslu og fjarvöktun), við verðum með tæki sem lesa örmerki af því sem er í kringum okkur og við getum í gegnum gps símatækni og svipað vaktað gróður, menn og dýr og umhverfi og forritað að það sé brugðist sjálfvirkt við ef einhver staða kemur upp. Vinnutölvan er ekki lengur borðtölva en hún er heldur ekki lengur fartölva heldur er hún allt um kring í tölvustýrðum og nettengdum tækjum og efnum sem taka við og bregðast við boðum frá öðrum tölvustýrðum og nettengdum tækjum og við vinnum í þessum frumskógi þar sem dýrin eru ekki fílar og ljón og apar heldur æða um umhverfi okkar forritsbútar sem hafa mismunandi virkni og virka svo lifandi að við vitum ekki hvort við eigum við lífveru eða forrit og plönturnar sem vaxa í frumskóginum ljóstillífa ekki heldur eru efni og hlutir sem nema boð úr umhverfinu og breyta einhverju eða túlka og flytja boðin áfram. Í augnablikinu erum við stödd á því stigi að spjaldtölvur eru að ryðja sér til rúms, tæki sem eru oftast með snertiskjám og ákaflega hentug til að lesa og fletta upp gögnum og skoða vídeó. Svo eru slík tæki færanlegt og geta tengst Netinu gegnum loftið, í þráðlausu sambandi. En það er ekki endilega víst að spjaldtölvan verði aðaltöfrasproti okkar í aðgang að tækninni eftir tíu ár, ef til vill verður það tæki sem líkist meira símanum okkar en miklu fullkomnari.

En áfram með spurninguna og við skulum endurorða hana. Eigum við að veðja á öppin eða höfum við eitthvað annað val? Við vitum að það eru margs konar forritunarmál notuð við forritun á öppum og í mörgum þeirra er lærdómskúrfan æði brött og forritunarumhverfið fráhrindandi nema fyrir harðsvírað tæknifólk. Það er alveg víst að við þurfum meira á forritun að halda núna og allir kennarar og kennaranemar þurfa að hafa skilning á hvað gerist í hlutbundinni forritun (object oriented programming) þó ekki nema til að skilja gangverkið í þróun nútímans og þeirri þróun sem er núna á blússandi ferð og hefur verið kölluð IoT (Internet of Things) og stafræn hönnun og smíði hvers konar (digital fabrication). Af þessu leiðir að það er hollt að allir sem vinna við stafræna smíði kynnist einhvers konar kóðun.

HTML5

En það er annað atriði sem vegur þungt. Það þjónar ekki miklum tilgangi að kenna fólki að forrita fyrir tæki sem ekki eru stöðluð og geta ekki auðveldlega talað við önnur tæki og það er ekki skynsamlegt fyrir skólakerfi að halla sér að námsumhverfi sem bundið er við ákveðnar vélategundir og ákveðin stýrikerfi og umhverfi og virkar þar eingöngu en ekki annars staðar. Þetta er ein ástæða fyrir að það er skynsamlegt að miða við opið umhverfi, opin höfundarleyfi og opinn hugbúnað, efni sem auðvelt er að flytja hindranalaust á milli og aðlaga. Sum forritunarmál sem öpp eru unnin í eru þannig. En það er líka skynsamlegt að horfa á hve miklar breytingar eru að verða á þeim búnaði sem við notum til að hafa samskipti við vef, á vöfrum (browser) og hve mikið hefur gerst þar og er líklegt að gerist í þeim staðli sem Internet umhverfið byggir á. ER ekki í mörgum tilvikum skynsamlegra að útbúa efni sem hægt er lesa beint í vöfrum, efni sem miðar við HTML5 og CSS3 staðla og framtíðar útgáfur þeirra frekar er ákveðin öpp eða forrit? Hér má nefna að mikil þróun í á efni fyrir síma fer einmitt fram í því umhverfi og sá staðall sem við notum til að lesa rafbækur (epub3) er reyndar ákveðinn útgáfa af þessu vafraumhverfi og ekkert sem bendir til annars en í náinni framtíð þá þurfi ekki sérstaka lesara fyrir rafbækur, það sé bara hægt að lesa þær beint í nútíma vöfrum, spila vídeó og hljóðefni með textanum o.s.frv.
Hér er skýringarmynd frá 2011  sem sýnir hvernig þróun HTML5 miðar t.d. að skipanir sem tengjast staðsetningu (geolocation) eru ekki komnar í staðalinn ennþá en hljóð og myndbönd (audio og video) eru þegar orðinn hluti.

Alveg eins og við gengum í gegnum kennsluforritaskeið í tölvustuddri kennslu þá gengum við líka í gegnum skeið sem við getum kallað heimasíðugerð. Þá unnu kennaranemendur við að spinna vefi og notuðu til þess verkfæri eins og Dreamweaver eða einföld verkfæri eins og Frontpage eða eins og við gerðum í fyrstu, skrifuðum beint inn html kóðann. Það skeið rann til enda með tilkomu betri verkfæra sem gerði einfaldara fyrir okkur að setja efni á vef án þess að detta inn í kóðann og má þar nefnda ýmis konar útgáfukerfi og bloggkerfi sem og wikikerfi. En nú er svo komið að það er mikilvægt fyrir okkur sem viljum skilja hvernig nútíma snjalltækja og nettölvuumhverfi er að sökkva okkur ofan í kóðann og skilja sum atriði í HTML. Og það er líka auðveldara og einfaldara í dag og meira hægt að gera. Og vefir í dag og flest veflægt efni sem við ætlum til kennslunota verður að vera þannig að það virki í margs konar tækjum (responsive hönnun)

Það er því niðurstaða mín úr þessum vangaveltum að það er vissulega mikilvægt að kynna einhvers konar forritun fyrir nemendum sem ætla sér áfram í upplýsingatækni í námi og kennslu en það er ekki víst að það sé heppilegt að það sé sérhæft forritunarmál sem notað er til að gera öpp fyrir ákveðna gerð af tækjum, það þarf að vera umhverfi sem er sem víðtækast og það er líka mikilvægt að kynna nútíma vefumhverfi og þá staðla sem það byggir á, staðla sem gera ýmsum tækjum kleift að vinna með og birta veflæg gögn.

Máli mínu til stuðnings þá vísa ég í fólk sem ég tel að sé að segja það sama.

Hér er Hjálmar með tæknispá fyrir 2014. Einn hluti af spá hans er um öppin og hann er myrkur í máli og segir:

“Öppin hverfa: Síðustu ár hefur verið það alheitasta að búa til “öpp” til að sinna hinum ýmsu afmörkuðu verkefnum á farsímum og spjaldtölvum. Við erum þarna á sama stigi farsímaþróunarinnar og þegar allir kepptust við að dreifa margmiðlunarefni fyrir tölvur á geisladiskum um og fyrir aldamótin. App er í eðli sínu forrit sem er sérskrifað til að keyra á tilteknu stýrikerfi og jafnvel afmörkuðum útgáfum þess. Geisladiskarnir dóu þegar bandbreidd á netinu og vafrar þróuðust nægilega til að ná að skapa í flestum tilfellum nokkurnveginn sömu upplifun á hefðbundinni vefsíðu og en ná í staðinn margfaldri dreifingu á við það sem diskarnir buðu upp á. Öppin hafa sannarlega sína kosti, en mörg þeirra eru í raun ekkert annað en þunn skel utan um það sem vafrinn í tækinu getur gert hvort sem er. Eftir því sem vafrar og vefþjónustur verða almennt í boði sem bjóða upp á þægilegar smágreiðslur, einfaldar leiðir til að “branda” og bókamerkja vefsíður á aðalvalmyndir tækjanna og ekki síst bjóða upp á þann sýnileika sem “app store”-in bjóða upp á, munu hefðbundnar vefsíður sækja á aftur, enda má ná sömu upplifun á þann hátt, en spara sér að gera sérstaka útgáfu fyrir hverja gerð stýrikerfis. Öppin munu enn eiga sinn sess, en meira í líkingu við það sem við þekkjum sem muninn á forriti og vefsíðu á tölvunni okkar.”

Svo er hér grein sem ber saman HTML5 forritun og aðra forritun við að búa til öpp og leitast við að svara spurningunni “Should you build mobile apps in native code on each platform, or should you build them in cross-platform code, such as HTML5? “

HTML5 vs. native vs. hybrid mobile apps: 3,500 developers say all three, please | VentureBeat | Dev | by John Koetsier

Hér er líka ágæt glærusýning með útskýringum sem segir okkur hver staðan er í dag og hvernig líklegt er að hún verði og hvað er í vegi þess að við notum meira web app (app sem eru skrifuð í hreinu HTML5) versus native app (smáforrit sem eru sérhönnuð fyrir ákveðið tæki og stýrikerfi). HTML5 er vefurinn (og framtíðin að því virðist) en staðan er þannig í dag að forritarar vilja skrifa öpp fyrir ios stýrikerfið og fyrir android stýrikerfið.

HTML5 Vs. Native Apps for Mobile – Business Insider

Að lesa skjöl á vefnum

Í augnablikinu er einfaldast að láta nemendur skila skjölum á .pdf formi og setja fram skjöl á pdf formi. Það mun þó sennilega vera tímabundið, það er líklegt að fleiri og fleiri noti epub rafbókastaðal og hafi aðgang að snjalltækjum og tölvum með lesurum uppsettum. Sennilega verður það innbyggt í vafra framtíðar að lesa epub skjöl og núna er hægt að sækja sér slíka lesara sem viðbætur með vöfrum t.d. í Firefox.

Ég var að fara yfir verkefni hjá nemendum þar sem þau skiluðu pdf skjölum, afar myndrænum og skemmtilegum verkefnum. Mig langaði að setja upp sýningu með verkefnum nemenda þar sem hægt væri að fletta í gegnum pdf skjölin (myndasögur), það var allt í lagi þó þau væru smækkuð. Ég leitaði að heppilegu formi fyrir það og fann  Flip html5 en með ókeypis útgáfunni var ekki hægt að setja þetta upp á eigin vél og það voru vandamál við að hlaða upp, sennilega af því skjölin voru of stór, sum voru yfir 100 mb.

Annað dæmi

Ég gerðist notandið á fliphtml5 (ókeypis áskrift) og það er takmarkað hvað má hlaða miklu inn á mánuði.(sjá skilmála hérna )

Ég prófaði að hlaða inn textaskjali sem ég vann í Word 2010 og vistaði sem pdf (verkefnalýsingu frá mér) og setja á það youtube myndbönd. Í fliphtml5 er hægt að velja stærð og spilaragerð og þetta var einfalt. Þannig er pdf skjalið hjá mér sýnt núna á fliphtml5 vefnum. Youtube myndband er efst í horninu hægra megin á fyrri blaðsíðu og neðst til hægri á seinni blaðsíðu. Ég gerði myndböndin agnarlítil og það verður að smella á örina í miðju til að spila þau inn í skjalinu en ef smellt er annars staðar á myndbandsgluggann þá opnast vídeóið á youtube. Þessi möguleiki virkar spennandi í framsetningu á námsefni, það er hægt er þannig hægt að stinga myndböndum og hljóðskrám inn í pdf skrár þegar þær eru birtar á vefnum. Ekki er notað Flash og þess vegna virkaði þetta ágætlega líka í iPad. Þetta virkaði líka vel í Internet Explorer nema flettingar komu einfaldari. Eina vandamálið var að youtube vídeóin vildu ekki spilast í Firefox en ég held að það sé vegna þess að ég er með Adplus og fleiri síur sem loka á slíkt.

http://fliphtml5.com/

Svo er hér verkfæri sem býr til flettibækur úr html5 skjölum:  http://www.turnjs.com/  (hægt að fá eldri ókeypis útgáfu á github. Fliphtml5 er hins vegar  ný útgáfa af þessum opna hugbúnaði. Ég hef ekki prófað turn.js en það getur verið að það sé nóg fyrir menntanot. Það eru margir mjög skemmtilegir möguleikar í Fliphtml5 en ekki víst að kennarar almennt þurfi annað en koma  pdf skjölum í staðlaða flettisýningu á vef.

Eldi kerfi, vefsetur sem nota Flash við flettibækur

Hér eru eldri kerfi sem virka ekki eins fullkomin og nota sum hver einnig flash:
issuu.com  (vinsæll vefútgáfuvefur, notar flash)
en.calameo.com  (vefútgáfuvefur, notar flash)
Ég bjó til notanda á Calameo og setti inn skjal þar, sjá hérna:
Dæmi um  2 bls. pdf skjal á Calameo 
http://flipbuilder.com  (flash)
http://www.mentormob.com/learn/i/myndasaga Kerfi þar sem hægt er að setja inn námsstíg með þrepum fyrir nemendur, hægt að hlaða inn skjölum m.a. pdf skjölum.

MZ3-EDU: free for public Schools and Universities

http://www.flippdf.com/

Nokkur af flettiskjölunum sem ég setti inn á fliphtml5: